Jarðsambandslaus yfirboð, draumsýnir eða hatursherferðir er ekki matarkistur.

okt_2006_001.jpg

Við landsmenn og líka nýtingar menn náttúruauðlinda, sjómenn og virkjunarsinnar, höfum stritað eins orkan leyfir á hverjum tíma á hagrænan hátt en með hina hagrænu náttúruvernd í huga sem felst í að stuðla að hæfilegri nýtingu og koma í veg fyrir rányrkju eða spjöll á auðlindum og hlunnindum lands og sjávar svo að heimsathygli hefur verið vakin á okkar ríkidæmi . Stjórnleysið efnahagsmála síðasta áratug og rányrkja útrásarvíkinga í peningahirslum bankanna eða taumlaus blekkingarvefur, draumsýnir og yfirboð náttúrulausra náttúruverndarsinna sem fá árlega á fjárlögum 2 miljarða krónur í herkostnað gegn fólkinu í landinu, munu aldrei geta rænt af okkur sjálfræði og efnahagslegu sjálfstæði. Sjáið þið til, hin almenni atvinnurekandi og launamaður sem eru krossfestir í óáran íslenskra peningamála mun aldrei framar ljá því hug eða heyrn að blekkjast af jarðsambands lausum yfirboðum.

Við þökkum forsjóninni, óþreytandi frumkvöðlum og því að við búum Ísland, við búum við verðmæti og við eigum öryggi, og við tökum undir í herópi Einars Ben: „Sé almúginn sínum foringjum framar, er festa hans vígsins síðasta hamar. Vaknaðu, reistu þig lýður míns lands".

Við erum vöknuð...!  og við vitum að við eigum mjög stórar og vel fylltar matarkistur sem allir landsmenn eiga rétt til fyrir skjól, fæði og klæði.

Við, kynslóðin sem er að fara í hvíld skilum þannig landinu ríku, ennþá fallegra landi og miklu öruggra landi enn áður, við erum stolt og hreykin.

Ég er mjög stoltur því  að við gátum skapað skilyrði fyrir fleiri listaspírur, aukið framlegð á háskólamenntuðu fólki og haldið uppi menningarlífi sem miljónaþjóð.

Það er stórkostlegt að þurfa ekki að veiða fisk fyrir 70-120  miljarða króna  á ári til að kaupa olíu fyrir landsmenn til ljósa og hita.

Ánægjan með ríkidæmið er eins og ánægjan eftir að ég hafði dansað síðasta dans við stelpuna á Ölver fyrir meira en hálfri öld, því þótt hún væri hreinasta hreina hreinlífið í mínu umhverfi það kvöld, dansaði hún síðasta dans við þennan rafveitustrák.

Þetta er dásamlegt land sem veitir okkur allt þetta, svo að við getum gert ýmislegt annað og haft efni á. En þetta hefur okkur tekist með því að nýta og nota rétt náttúruauðlindir landsins til sjávar og sveita. Skoðum hval en veiðum hann líka. Öll önnur tilboð eru yfirboð og draumsýnir.

"Hvað er ég? Hvað ert þú? Hvað er hún? Hvað er hann?
Sama hönd, sama önd, sama blóð.
Að slá skjaldborg um réttlætið, maður við mann, það er menningin, íslenska þjóð"! (Jóhannes úr Kötlum)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband