Það er “bankaskapur” að ætla standa í skilum.

Við erum tæknilega greiðsluþrota vegna okurvaxta, það er ljóst. Nægir peningar til segja bankastjórar en engin eftirspurn eftir lánum.

Viðbrögð hagspekinga Seðlabanka, norskum eða íslenskum, virðast vera best falinn sálfræðingum í áfallahjálp til greiningar. 

Seðlabankinn segir að allt muni lækka í verði. Afleiðingin verður að allir fara í biðstöðu, gera ekki neitt. Allir bíða eftir að verðinn lækki. Skriða atvinnuleysis verður þyngri og þyngri.

Ég sem var að vona að kapítalismi andskotans væri endanlega drukknaður í skuldum,  í þúsundum miljarða króna drullupoti frjálshyggjunnar og ábyrgðarleysi hagspekinga, stjórnmálamanna og eftirlitsstofnanna. Enn virðist sú hagspeki í algleymi, sennilega vegna þess AGS ætlar að tryggja að allar óreiðuskuldirnar við erlendar bankastofnannir verði greiddar upp á næstu þrem árum og það hafi algjöran forgang. Nauðþurftir þjóðarinnar eru ekki forgangsmál.

Við eigum ekki að borga óreiðuskuldirnar sagði Davíð, svei mér kannski, en ég er sammála. Ekki er ég eða aðrir þeir sem ég þekki, í ábyrgð gagnvart þeim vitleysingjum sem lánuðu einhverjum íslenskum bjartsýnisfuglum allt þetta fé.

 


mbl.is 46% raunlækkun fasteigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband