Hagfræðin og andaglasið.

Kannski er þetta ekki með öllu illt svo ekki boði nokkuð gott, sagði náunginn sem fékk spark í afturendann hálf sofandi við færibandið, auðvitað var hann niðurlægður og sár. En hann var alinn upp við sannleiksást og heitar tilfinningar svo hann vissi að sparkið var af nauðsyn.

Kannski er skyldleiki þarna, við við vaxta sparkið nú.

Það er kannski nauðsyn.

Verst er að upplifa svo berlega, að hagfræðin er í ótrúlega nánum skyldleika við andaglasið.

 

Frá þinginu.

Þverpólitísk vonbrigði yfir lítilli stýrivaxtalækkun komu fram á Alþingi í gær. Þingmenn allra flokka - utan Borgarahreyfingar­innar - lýstu sárum vonbrigðum með að vextirnir hefðu aðeins lækkað í tólf prósent.
Stjórnarandstæðingar stóðu klárir á ástæðunni: ríkisstjórnin hefði ekki tekið á ríkisfjármálunum.

Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að auk þess að hafa ekki kynnt raunhæfa áætlun í ríkis­fjármálum hefðu ríkisstjórninni verið mislagðar hendur í að koma saman bankakerfinu. Tryggvi Þór Herbertsson kallaði hátt vaxtastig aðgerðaleysiskostnað og Pétur Blöndal sagði ákvörðunina hafa valdið sér hryggð.

Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki, sagði ákvörðunina áfall og að ríkisstjórnin væri að bregðast. Birkir J. Jónsson sagði ástandið óviðunandi og Höskuldur Þórhallsson sagði lægri vexti koma öllum til góða.

Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni, sagði ófært að lækka vexti á kostnað gengisstöðugleikans og þar sem gengið hefði ekki styrkst væri varfærnisleg vaxtalækkun skiljanleg.


mbl.is Seðlabankinn einangrar sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband