"Það skyldi þá vera að skyrpa í kross og skvetta úr koppnum á þau".

Þetta er sú skítugasta aðgerð sem ég hef heyrt um og  er sveitarfélögum til háborinnar skammar að láta sér detta í hug að vinna að slíkri endemisvitleysu með Fasteignamati ríkisins.

Fasteignir hafa lækkað í verðmæti um 40-55% og fasteignamat á að miðast við markaðsverðmæti samkvæmt þeim leikreglum sem fram til þessa hafa gilt. Það er hrein og bein skítalykt af þeim sem vilja auka skattpínu fasteignaeigenda með því að breyta reglum og það við þær aðstæður sem nú er búið við.

Fasteignaskatturinn er að verða hrein eignaupptaka sveitarfélaga á eignum einstaklinga og félaga og samræmist á engan hátt ákvæðum í stjórnarskrá lýðveldisins.

Það þar að minna menn á að fasteignagjaldstofninn var upphaflega í lögum skilgreindur sem gjaldstofn vegna þjónustu sveitarfélags við fasteignir. Nú hafa menn smátt og smátt gert þennan gjaldstofn að almennum tekjustofni fyrir sveitarfélögin, en þjónustugjöldin s.s. vegna vatns, holræsis og sorphirðu sem áður voru uppistaða fasteignagjaldsins er orðin að sjálfstæðum gjaldstofnum hjá sveitarfélögunum.

Hinn almenni tekjustofn sveitarfélaga er útsvarið og ef sveitarfélögin þurfa að auka tekjur sínar á að hækka útsvarið, það er einfaldlega í samræmi þá góðu og gildu grundvallarreglu að leggja byrðar á fólk eftir efnum og aðstæðum.

Ég trúi því ekki að ráðherra sveitarstjórnarmála samþykki þetta óréttlæti og þessa endemisvitleysu.

"Með úrræði er ekkert spaug,

 er æðir draugur á draug.

 - Það skyldi þá vera að skyrpa í kross

 og skvetta úr koppnum á þau".

(Jóhannes)


mbl.is Fasteignamat íbúða hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband