Nú verður dýrt að vera íslendingur, kröfur skattmanns óbærilegar.

Haft hefur verið eftir fjármálaráðherra að ekki sé ólíklegt að álagningarprósenta (tekjuskatts og útsvars) geti orðið samtals 50%.

En ráðherra bætti við út af gamalkunnri sjálfsvarnarlist stjórnmálamannsins að álagningarprósentan í Danmörk og Svíþjóð væri miklu hærri, eða rúm 60%.

Hér hefði verið rétt hjá ráðherra nýja Íslands með sannleikann að leiðarljósi að geta þess að lífeyrissjóðsiðgjöld eru inn í álagningu hjá Dönum og Svíum. Með 50% álagningu + 12% iðgjöldum til lífeyrissjóðs eru við með hæstu álagningu í heiminum.

Síðan bætist við hæstu óbeinu skattar í heimi, hæstu þjónustugjöld til sveitarfélaga í heimi og fjármagnstekjuskattskerfi sem eignarnáms verkfæri á sparnað. Tær snilld allt saman, en stjórnmálamenn þurfa að hafa sannleikann að leiðarljósi og því að við verðum líka að eiga fyrir mat og umbúðum til að endast í þrælabúi nútíma Íslands.

---- Hvað er ég? Hvað ert þú? Hvað er hún? Hvað er hann?
      Sama hönd, sama önd, sama blóð.
      Að slá skjaldborg um réttlætið, maður við mann, það er menningin, íslenska þjóð!

      (Jóhannes úr Kötlum)


Suð-vesturlína.

Við þurfum pláss fyrir öll okkar tæki og tól til að skapa lifibrauð í þessu landi, en við verðum að sjálfsögðu að staðsetja þessi tól að vitrænum hætti og lámarka hættur. Til þess höfum við velmenntaða fræðinga af öllu gerðum.

"Sú hætta er óhjákvæmileg að lagning Suðvestur­línu hafi neikvæð áhrif á vatnsverndar­svæði og um leið neysluvatn ef mengunar­slys verði. Þetta kemur fram í umhverfismati Skipulagsstofnunar um framkvæmdina. Er þar tekið undir áhyggjur heilbrigðisnefnda sveitarfélaga á höfuðborgar­svæðinu. Framkvæmdin er engu að síður talin svo þjóðhagslega mikilvæg að rétt sé að ráðast í hana.

Fagaðilar töldu að best væri að fara aðra leið með línuna en yfir vatnsbólin. Sveitarfélögin töldu þá leið hins vegar heppilegasta, enda væri lína þar fyrir og vegur henni tengdur. Hann þyrfti að styrkja, en með því væri komist hjá því að leggja nýjan veg".

 


Nú fara staðreyndir kreppunar að koma fram.

Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrir fyrstu níu mánuði ársins er handbært fé frá rekstri neikvætt um tæpa 89 milljarða sem er 107,9 milljörðum króna lakari útkoma heldur en á sama tímabili í fyrra.

Auðvitað á ekki að staðgreiða þennan halla 2010, það verður að viðhafa greiðsludreifingu yfir lengri tíma, t.d 7 ár.

mbl.is 89 milljarða halli á ríkissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjó kvótakerfið og einkavinavæðing til þennan vanda?.

Það herrans ár 2010,  -15% kaupmáttur  og + 64 miljarða króna skattahækkun.

Skipbrot frjálshyggjunnar.

Sjáið þið til frjálshyggjumenn!!!, hin almenni atvinnurekandi og launamaður sem eru nú krossfestir í óáran íslenskra peningamála munu aldrei framar ljá því hug eða heyrn að láta blekkjast af jarðsambands lausum yfirboðum og rugli framar.

Stjórnleysið efnahagsmála síðasta áratug og rányrkja útrásarvíkinga í peningahirslum bankanna eða taumlaus blekkingarvefur, draumsýnir og yfirboð náttúrulausra náttúruverndarsinna, má aldrei komast í þá aðstöðu að ræna af okkur sjálfræði og efnahagslegu sjálfstæði aftur.

Þjóðin býður eftir lausnum frá þeim vanda sem við er búið, en það þarf ekki að taka skellin á þrem árum, við skulum gefa okkur 6-7 ár til þess.

Annars verður sársaukastuðullinn alltof hár.

Seðlabankinn hefur endurskoðað spá sína hvað þróun kaupmáttar varðar og reiknar nú með að hún nemi - 15% á næsta ári. Þetta er tvöfalt meiri rýrnun en bankinn hafði áður spáð en í ágúst hljóðaði spáin upp á 7,4% rýrnun á næsta ári.

Tekjuáætlun fjárlagafrumvarps stjórnvalda gerir ráð fyrir því að skatttekjur vaxi um 61 milljarða kr. frá áætluðum skatttekjum ársins 2009 þar sem tæpir 38 milljarðar kr. komi frá beinum sköttum, 8 milljarða kr. frá óbeinum sköttum og 16 milljarðar kr. frá nýjum orku-, umhverfis- og auðlindasköttum. Þetta er aukning nafntekna, en beinar aðgerðir á tekjuhlið nema 40 milljörðum kr.

Mögur er fréttamenska Mbl.

Hvers vegna sinna fjölmiðlar ekki upplýsingaskildu sinni um ástæður seljanda til hækkunar, í stað þess er sagt í fréttinni "Svo virðist sem eldsneytisverð sé að hækka".

Spurningin er hvers vegna hækkar eldsneytisverð ?.


mbl.is Eldsneytisverð hækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýi bjargvætturinn í réttum ham.

 

Nýr bjargvættur fundinn Vilhjálmur Egilsson.

Engar óþarfa umbúðir nú til dags.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er engum líkur, ef hann klárar ekki málin þá gerir það enginn.

Ekta Skagfirsk seigla.


mbl.is „Of miklar umbúðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haldið bara k..... og verið sangjörn.

Velferðarvakt vinstri stjórnar 2009.

Hann hringdi og sagði að hann hefði nálægt fimmtíu þúsund krónur til framfærslu á mánuði, vegna þess að hann væri að greiða TR til baka vegna ofgreiðslu til konu hans sem nú liggur á hjúkrunarheimilli 

Búum við ekki á eyju sögu, lýðræðis og réttlætis?, spurði þessi vitri samferðamaður mig. Ég spyr sagði hann vegna þess að mér finnst yngra fólkið í stjórnmálum ekki lengur vaxa og dafna frá rót sinni og er alltof mengað af allskonar alheimsverkjum og væðingu sem deyfir vitund um hvernig þjóðfélag fortíðar hetjur okkar vildu búa okkur.

Hvaðan kemur þér háöldruðum vitringi í hug þessi rómantíska vitleysa, svaraði ég, eina fortíðarhetjan sem við eigum en áttum samt ekki, var Jörundur  konungur hundadaganna sem því miður náði því ekki að búa til samfélagssáttmála fyrir okkur en tókst samt að tukthúsvista landshöfðingja erlends valds. Síðan hefur þetta verið tómt rómantísk rugl um frelsi og réttlæti með sárlitlu jarðsambandi að undanteknum hetjudáðum hetja okkar í landhelgisstríðum. Að öllu öðru leyti tóm sýndarmennska og miskunnarlausasta sjálftöku samfélag í allri Evrópu sem ól af sér sjálftökulið sem í var barinn græðgi.

Og nú situr þú á rústum þeirrar þjóðar er féll, fallinn sjálfur og stjórnvaldið ypptir öxlum af gömlum vana.


Af Fjármagnstekjuskatti og áhrifum hans á sparnað.

Bjarni Þórðarson tryggingarstærðfræðingur skrifaði nýverið grein um sem sýnir glöggt hvað viðkvæmt er að auka skatttöku af sparnaði á þeim forsendum sem fjármagnstekjuskatturinn er byggður á, ásamt þeim áhrifum sem slík hækkun hefði á skerðingar tryggingarbóta eldri borgara.

Bjarni segir ;

"Þeir sem halda að þeir geti margfaldað innheimtan fjármagnstekjuskatt með margfeldishækkun skattprósentunnar fara villir vega og vita ekki hvað þeir eru að gera. Fyrir daga lækkunar fjármagnstekjuskatts fylgdi skattprósentan hinni almennu skattprósentu og gaf ríkissjóði sáralitlar tekjur og latti fólkið til sparnaðar sem efnahagslífið mátti síst við. Þannig mun aftur fara verði sú óheillabraut farin sem fararstjórinn í óvissuferð ríkisstjórnarinnar var að vísa til á dögunum.

Fjármagnstekjuskattur er ekki aðeins greiddur af vöxtum, hann er einnig greiddur af verðbólgu. Tökum einföld dæmi. Maður sem á innistæðu á verðtryggðum reikningi, til að mynda eina milljón króna og fær fjögurra prósenta vexti, fær sem sagt 40.000 krónur í raunvexti á árinu. Hann fær jafnframt verðtryggingu svo höfuðstóllinn haldi gildi sínu. (Hafi menn óverðtryggða vexti kemur verðbólguálagið fram í hærri nafnvöxtum.) Verðbólgan hefur að undanförnu verið um 15 prósent. Innistæðueigandinn hefur því fengið verðbætur á reikning sinn sem því nemur, 150.000 krónur. Af þessum samtals 190.000 krónum greiddi hann áður 19.000 krónur í fjármagnstekjuskatt. Með öðrum orðum greiddi hann 19.000 króna skatt af 40.000 króna vöxtum eða tæplega 50 prósent. Raunvextir hans af sparnaði sínum voru því rétt rúm tvö prósent.

Eftir að ríkisstjórnin hækkaði fjármagnstekjuskattinn um 50 prósent, úr 10 prósentum í 15 prósent greiðir innistæðueigandinn í þessu dæmi 28.500 krónur í skatt af 40.000 króna raunvöxtum eða rúm 70 prósent. Nú hefur ríkisstjórnin ekki tilkynnt formlega hversu hátt hún ætlar með skattinn, en ljóst er að hún má ekki hækka hann mikið svo raunávöxtun af sparnaðinum verði orðin neikvæð ".

Svo mörg voru orð sérfræðingsins, sem sagt; það er besta leiðin til að eyðileggja tilgang verðbóta kerfisins um aukningu sparnaðar og ávöxtun hans í bankakerfinu er að hækka skattprósentum. og um leið að gera eignarnám í sparnað eldri borgara.

Ef tilgangur hækkunar er sá að hækka skatta af arði af fyrirtækjarekstri eða hlutabréfum er um allt annað mál að ræða.

 

 

 


AGS vinstra meginn við ríkisstjórn Íslands.

AGS mælir með skuldaniðurfærslu heimila.

Þar með er það ljóst að AGS hefur ranglega verið talinn hagsmunagæslu stofnun fyrir alþjóðakapítalistanna, en hún er þó vinstra megin við ríkisstjórn Íslands í skuldaniðurfærslu fyrir stórann hluta heimilla landsmanna. 

Svo virðist sem AGS telji afar nauðsynlegt að farið sé í  35% lækkun á höfuðstóls lána heimilanna.

Ríkisstjórnin verður að hafa að forgangsverki að skoða þetta vel og vanda vel til þeirra verka.


Skýrsla AGS, þungir skaflar en ekki ófærð framundan.

Skattahækkanir auka verðbólguna

Vegna skattahækkana og veikingar krónunnar á þessu ári verður verðbólga líklega hærri á þessu ári en áður var gert ráð fyrir, eða 7%.

Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem birt var í dag. Í skýrslunni segir að starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi og stjórnvöld búist við að kreppan nái hámarki á fyrri helmingi næsta árs og þá taki efnahagslífið við sér á ný.

Flestir greinendur gerðu ráð fyrir að verðbólga færi undir 5% fyrir árslok og sumir spáðu raunar að hún næði verðbólgumarkmiði Seðlabankans í upphafi næsta árs.

Samkvæmt skýrslunni voru skuldirnar taldar nema 8,2 milljörðum dollara í upphafi en eru nú taldar nema 5,6 milljörðum dollara eða um 700 milljörðum kr. Sumar af þessum skuldbindingum hafa verið greiddar upp eins og til dæmis í Þýskalandi (Edge) auk þess sem í upphafi var lagt varfærið mat á þær innistæður nutu trygginga.

Eignir erlendra aðila í íslenskum krónum voru 1,9 milljörðum dollara eða tæplega 240 milljörðum kr., hærri en áður var talið. Þessi aukaupphæð skiptist á milli skuldabréfa Seðlabankans, ríkisbréfa og Euroclear/Clearstream reikninga sem Seðlabankinn hefur tekið yfir.

Fram kemur að skuldir bankageirans nemi 5 milljörðum dollara eða 42% af landsframleiðslu en skuldir einkageirans 6,7 milljörðum dollara eða 56% af landsframleiðslu.

Í skýrslunni segir að í upphaflegu áætlun AGS og íslenskra stjórnvalda hafi verið gert ráð fyrir að allar erlendar skuldir bankanna yrði afgreiddar og afskrifaðar í gjaldþrotameðferð. Hinsvegar gefi nýjar upplýsingar í skyn að erlendir kröfuhafar gömlu bankanna muni endurheimta 1,5 milljarða dollara í gegnum skiptinguna á milli gömlu og nýju bankanna. Og að endurheimtast muni 1,3 milljarðar dollara af innstæðum og fjárfestingum gömlu bankanna.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn býst við því að erlendar skuldir íslenska þjóðarbúsins nái hámarki í 310% af landsframleiðslu á þessu ári. Í skýrslunni segir: „Miklar skuldir hins opinbera og erlendar skuldir Íslands eru áhyggjuefni, en samkvæmt greiningu starfsmanna sjóðsins munu skuldirnar lækka ef efnahagsáætluninni er fylgt".

AGS gerir ráð fyrir að skuldirnar lækki jafnt og þétt frá og með næsta ári. Í skýrslunni kemur fram að gert sé ráð fyrir að 75% fáist upp í Icesave skuldbindingar ríkisins í gegnum þrotabú Landsbankans og það sé jákvætt fyrir skuldastöðuna.

Í skýrslunni segir ennfremur að skuldir íslenska ríkisins verði áfram mjög háar og nái hámarki í 136% af landsframleiðslu árið 2010. Eftir það er talið að skuldir ríkisins lækki og niðurskurður í rekstri hins opinbera muni hjálpa til. Árið 2014 er gert ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn með afgangi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband