Er "Ríkisvaldið" virkilega aðeins formenn ríkisstjórnarflokkanna ??????.

Steingrímur Ari segir að vinnubrögð við einkavæðingu bankanna væru hluti af því almenna virðingaleysi sem væri hér á landi í umgengni við settar reglur. „Menn viku reglunum til hliðar á rauninni ógegnsæjan hátt, þ.e.a.s reglunum var ekki bara breytt heldur voru þær settar til hliðar. Þetta gerðist innan bankanna og er enn að gerast í okkar þjóðfélagi. Við erum með reglur, en leyfum okkur - það er eins og það sé í kúltúrnum - að setja þær til hliðar."

Steingrímur Ari sagðist ekki vera að halda því fram að lög hefðu verið brotin í tengslum við söluna. Ríkisendurskoðun hefði staðfest að ráðherrunum hefði verið heimilt lögum samkvæmt að víkja reglum til hliðar.

Ríkisvaldið ( sem virðast fyrst og síðast frá lýðveldisstofnun vera formenn ríkisstjórnarflokkanna) hafi haft 511475a.jpglög og öll verkfæri tiltæk til að bankarnir störfuðu samkvæmt öllum þeim leikreglum sem þeim bar, en nú vita menn að hvorki lögum né tiltækum verkfærum var beitt, því er ríkisvaldið að minnstakosti meðábyrgt, ef ekki höfuðábyrgðaraðili stöðunnar í dag ef horft er til stjórnarskrár um hverjum er skylt að framkvæma athafnir samkvæmt lögum og hverjum ekki, eins og fram kemur í skýrslu um hrunið.

Það er eins og þingmenn séu svo einfaldir að halda að okkar ofalda bankakerfi sem stjórnvöld tryggja áfram, bæði með axlaböndum og belti, gegn hagsmunum almennings, vinni að raunhæfum aðgerðum til að lámarka skaðann sem bankarnir og ríkisvaldið hafa valdið þjóðinni.

Hér þarf valdboð stjórnvalda á sama hátt þau beita hinn almenna mann valdboðum til hægri og vinstri um þessar mundir, svo sem eldri borgara í skatta og tryggingarmálum.

Félagsmálaráðherrann virðist ekki hafa áttað sig á að bankarnir keyrðu sig í þrot og settu heimsmet í glannaskap með óbeinni hjálp stjórnvalda með athafnaleysi sem dró ísl. efnahag niður að feigðarfeni. Evran rúmlega tvöfaldaðist verði, þetta var ekki venjuleg gengisfelling og eða verðbólguþróun.
þetta var gjaldþrot bankakerfis með ríkulegri aðstoð og frumkvæðis stjórnvalda sem í framhaldi á og verður að skila lánakjörum til baka að upphaflegum forsendum.  Ofangreind rök voru notuð fyrir setningu neyðarlaganna þar sem innistæður ótakmarkað voru tryggðar af ríkissjóði.

Réttlætið hlýtur líka jafnræðisreglum stjórnarskrár.

Ofangreind rök voru notuð fyrir setningu neyðarlaganna þar sem innistæður, ótakmarkaðar, voru tryggðar af ríkissjóði.
Spurningin sem Félagsmálaráðherrann verður að svara er hvort Neyðarlögin leiði ekki af sér það andlag að óeðlileg hækkun skulda vegna hrunsins skuli greidd af sama tryggingarsjóði. Reglur stjórnarskrár um jafna stöðu fólksins setja skorður á hve langt má ganga í mismunun.


mbl.is „Þetta var pólitísk ákvörðun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vertu .Afhverju ætli all flestum sé hrottlega illavið að ræða um þinglýsingu kosningaloforða/stefnuskrá/ og aðhald , viðurlög á stjórnsýslu ÞJÓNA  ? ( dugar það eiit aðhald  sannfæring samviska ? )  eru þessir flokkar blekking klíkur om völd og misnotkun á þjóðfélagi ?   kosningasvindl er litið hornauga  en kosningaloforða svik er normal ?  þetta fólk vill eingvra ábigð taka fyrir almenning og sínar gerðir og glop er það ekki STÓRA málið  , hafa frítt spil á almenning ?

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband