"Sem dropi breytir veig heillar skálar".

Sem dropi breytir veig heillar skálar.

byggf_aldradra_april2010_01.jpg

Í heilstæðri löggjöf  um málefni aldraðra nr. 125/1999 segir um tilgang lagana;

Lögin fela í sér þau markmið að gera öldruðum fært að lifa eðlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er og að öldruðum sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf og í samræmi við þarfir hvers og eins. Ásamt því er lögð áhersla á að aldraðir njóti jafnréttis og að sjálfstæði þeirra sé virt.

Já elliheimilisformið með sviptingu sjálfstæðis og sjálfræðis eða verða hornreka og íþyngjandi heimila barna sinna er ekki lengur bjóðandi eldri borgurum þroskaðrar þjóðar segja þessi lög. En hvernig skyldu efndir lagana vera?.

Samtök aldraðra hafa sýnt og sannað á  38 ára starfstíma sínum að hafa axlað sína ábirgð í sameiginlegri baráttu opinbera aðila og samtaka eldri borgara fyrir þeirri grundvallar þörf hvers eldri borgara að búa við félagslegt öryggi og heilbrigðis þjónustu, við sem minnstan samfélagskostnað þegar haldið er að ævikvöldi. Aldraðir eiga sem aðrir að geta valið hvernig þeir vilja haga lífi sínu í leik og starfiAuðvitað á að virða sjálfræði eldri borgara við val á þjónustu þegar þeir þurfa á stuðningi samfélagsins að halda.  Þetta á ekki síst við um að auðvelda sjálfstæða búsetu eins lengi og kostur er með öflugri  heimilis, hjúkrunar og félagslegri þjónustu .

Auðvitað þarf að vera til hjúkrunarvist fyrir eldra fólk þegar þess gerist þörf eins og fyrir aðra þegna samfélagsins. En hafa skal í huga að heimahjúkrun fyrir eldri borgara, lækkar kostnað samfélagsins um þrjá miljarða króna á ári samkvæmt nýlegum opinberum tölum.

Samtök aldraðra voru stofnuð  þann 29 mars 1973, stofnfélagar voru 450. En nú eru félagar hátt í fjögur þúsund. Fyrsta grein laga félagsins hvað á um að félagið héti  Samtök aldraðra og í þriðju grein var tilgangur félagsins greindur í fimm liði;

1.Stuðla að byggingu hentugra íbúða fyrir aldraða. Stjórn skipar byggingarnefnd.
2.Vinna að aukningu á sjúkrarýmum fyrir aldraða sem þurfa hjúkrunar við.
3.Stuðla að bættri þjónustu hins opinbera við aldraða í heimahúsum.
4.Stuðla að samvinnu við hliðstæð félög innlend og erlend.
5.Vinna gegn því að öldruðum sé íþyngt með óeðlilegum skattaálögum.

IMG 1225

Þótt vægi markmiðana hafi breyst í takt við þróun og þarfir eru þetta enn megin markmið.

Það er og hefur frá fyrstu tíð svo sannarlega verið metnaðarmál Samtaka aldraðra að búið sé að eldri borgurum við þær aðstæður og þjónustu  sem miðist  við einstaklingsbundnar þarfir og best fáanleg gæði í eigin íbúð við sem lægstan kostnað. Samtök aldraðra hafa byggt 14 fjölbýlishús með 415 íbúðum í góðri samvinnu við og í mikilli sátt við borgar yfirvöld. Húsin eru öll í glæsilegu og hentugu umhverfi, með sérhönnuðum íbúðum fyrir umgengis þörf eldra fólks, ásamt með sameiginlegum þjónusturýmum til félagslegra athafna. Meðalaldur íbúa í íbúðum sem byggð hafa verið fyrir tilstuðlan Samtaka aldraðra er mjög hár í samanburði við þjónustu íbúðir sem reknar eru með fjármagni ríkisins og er það mjög umhugsunar verð staðreynd.

Það er líka nauðsynlegt að halda á lofti þeirri staðreynd að öllum áðurnefndum íbúðum hefur verið skilað til íbúðar eiganda við verð sem helst má líkja við kostnað fyrri tíma við byggingu eigin íbúðar, þar sem allt var byggt með eigin hendi.
Þannig varð brúttó verð hvers fermetra á Sléttuvegi 19-23.  127,8  þ.krónur við afhendingu í apríl 2007. Hvernig var þetta hægt? spyrja menn gjarna. Jú með því m.a. að félagar samtakanna leggja fram mikla sjálfboðavinnu við alla umsýslu byggingarframkvæmda og með mikilli heppni í verktaka vali.

Erling Garðar Jónasson formaður stjórnar Samtaka aldraðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband