"Svart hvíta hetjan mín Ragnar Reykás".

436079a.jpg


Við verðum að kasta út í hafsauga svart hvítu stjórnmálamenningu okkar, við höfum ekki efni á henni lengur, tími málamiðlunar stjórnmála er upprunninn með þjóðarsátt af 89 gerðinni. Það er einfaldlega lífspursmál fyrir efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði þjóðarinnar.

Því við viljum áfram vera Íslendingar og verðum sem slíkir að taka þátt í íslenskri sjálfstæðisbaráttu - baráttunni sem aldrei lýkur .

Verkfærin okkar eru náttúruauðlindir, gróðurlendið, miðin og orkulindirnar ásamt þeim mannauði í vel menntuðu og framtakssömu fólki sem skapar grunn fyrir sjálfbært efnahagskerfi við kraftmikla reisn ef skynsamlega er að farið.

Niðurstaða skoðana kannanna sýnir svo ekki verður um villst að vel hefur tekist til hjá svart hvítu hetjunum Rauðhettuflokkanna að planta hræðsluáróðri í landsbyggðar kjördæmunum, þar hefur herópið Úlfur, Úlfur um aðildarviðræður við EB komist vel til skila.

Við eigum ekki að taka á þessu brýna máli með minnimáttar eða vanmáttarkennd, eða fíflagangi vegna núverandi ástands. Við verðum að hafa aðgang að sömu verfærum og þjóðir sem við erum í samkeppni við. Við höfum ekki efni á að búa til viðskiptahindranir á okkar bestu mörkuðum.
Við erum að öllu leyti vel búin til viðræðna, af fullri einurð og sjálfsvirðingu.

Við vitum hver okkar samningsmarkmið eru. Við vitum hinsvegar ekki samnings niðurstöðu, fyrr en á reynir.

Við erum þá þegar komin í þá stöðu að við getum ekki sett skýklappanna á hausinn og sagt ekki meir, ekki meir af heimótta. Það er ekki eftir neinu að bíða. Við verðum að láta af hræðslu og ótta við náið samstarf við viðskiptalönd okkar, bæði félagslega og fjárhagslega þegar það er hagkvæmt fyrir heildar hagsmuni okkar.

Og munið, að stjórnvöld annast samningsgerð og ef þau telja að samningsgrunnurinn sé okkur hagstæður verður hann lagður fyrir þjóðina og þjóðin hefur síðasta orðið.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband