Ritstjórinn er orðinn þreyttur á villugjörnum stjórnvöldum.

skjaldamerki_islands_943482.jpgStjórnvöld  þessa lands hafa siglt þjóðarskútunni á sker hvert annað andartak á söguskeiði lýðveldistímans, á og eftir mestu góðærum  þeirra sögu.

„Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.". Sagði merkur ritstjóri og þjóðþekktur þjóðfélagsrýnir nýlega.

Af þessu má leiða að stjórnvöld þurfi einhverja öðruvísi siglingafræðinga til að lóðsa þjóðarskútunni framhjá skerjum pólitískra skerjagarða, en notast hefur verið við síðustu fimmtíu ár að minnsta kosti.

Hinn pólitíski vandi er þó mikill við val á siglingafræðingum, VG og íhaldið kalla bara Úlfur, Úlfur, ef minnst er á að nýta okkur siglingafræði EB, og fullyrðingaflóðið og pólitíska hvít lygin streymir í Amason stærðum frá þessum frómu flokkum um alla gallanna, engir kostir, bara Úlfur, Úlfur.

Þetta er nákvæmlega  sama pólitíkin og þegar íslendingar völdu Dani fyrir skotskífu með skemmda mjölinu, til að hlúa að nauðsynlegri þjóðerniskennd. Úlfur, Úlfur.

Auðvita og  umfram allt viljum við Íslendingar  vera frjálsir og fullvalda og taka þátt í íslenskri sjálfstæðisbaráttu - baráttu sem aldrei lýkur. En það þarf ekki að brýna með stórskemmandi svart-hvítri lygi fyrir óskemmdum íslendingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband