Fimmtudagur, 29. apríl 2010
Af hverju lentuð þið í hálvelgju og hiki landsbyggðarmenn?.
Hver hefur ekki hlustað á þingmenn stór reykjavíkursvæðisins hafa í frammi í umræðu nauðsyn miðstýringar stjórnsýslu og skipulagsmála mið-hálendis landsins og yfirtaka með þeim hætti skipulagsvald viðkomandi sveitarfélaga.
Og hver hefur ekki orðið var við að borgarstjórn Reykjavíkur hefur í frammi öfluga gæslu svo litlar sem stórar ríkistofnanir verði ekki fluttar frá Rvk-svæðinu út á landsbyggðina.
Þetta ásamt svo mörgu, mörgu öðru, hefur orðið til þess að fólk á landsbyggðinni er að greiða fyrir farmiða á fyrsta farrými á íslensku þjóðarskútunni en er holað á þriðja farrými í skilningi opinberar þjónustu, hún er ekki fáanleg nema að greiða mikinn viðbótarkostnað hvort sem horft er til heilbrigðisgeirans, menntageirans, orkugeirans, menningargeirans eða annarrar þeirra þjónustu sem landsbyggðarfólk á rétt á. Dreifbýlisfólk þarf að virkja afl sitt til varnar hagsmunum sínum og hverfa frá langvarandi hugsjónaflótta.
"---- Hvort lentuð þið þá í hálfvelgju, hiki
og hugsjónaflótta, góðir menn?
Hefur viljinn, sem bjó í þeim dáðfúsum draumum,
sig dregið í skel fyrir vaxtarins straumum
Þeir svari, sem vilja. En sjá hér er landið !
Og sjá hér er fólkið ! Hvað vottast þar ? ---"
(Jóhannes úr Kötlum)
Að þessu verður best unnið með því að líða neinn ekki órétt, og krefjast umræðu um byggðarmál og opinbera þjónustu ásamt með endurskoðun skattalaga með það í huga að jöfnun fáist í sköttum vegna ójöfnunar í þjónustu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.