Við þurfum menningarbyltingu í stjórnmálastörfin til að brúa okkur burt frá óreiðu fortíðar.

Ég tek undir með Hönnu Birnu borgarstjóra um hugmynd hennar um "þjóðstjórnar" starfshætti í borgarstjórn. Við notuðum þetta vinnulag í sveitarstjórn Egilsstaða allt fram að áttunda áratuginn og reyndist mjög vel.

Það er nefnilega krafa allra landsmanna sem lifa við raunverulega jarðtengingu við fósturjörðina að stjórnmálamenn leggi af  innantóma þrætubókarlist sem einkennt hefur íslenska stjórnmála umræðu allan lýðveldistímann og einhendi sér í raunverulega vitræna rökræðu um endurreisn og styrkingu varna í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.

Við viljum breytingar frá tug ára stjórnmálaóreiðu á Íslandi með menningarbyltingu í stjórnmálastarfi.

Við þökkum forsjóninni, óþreytandi frumkvöðlum og því að við búum Ísland, við búum við verðmæti og við eigum öryggi, og við verðum að taka undir  heróp Einars Ben:

Sé almúginn sínum foringjum framar, er festa hans vígsins síðasta hamar. Vaknaðu, reistu þig lýður míns lands.

Við erum vöknuð og viljum virkilega upp á dekk   og eigum að hafa hátt...!

Við viljum þjóðarsátt til að brúa okkur burt frá óreiðu fortíðar.

Við viljum stjórnmálamenn og konur sem kunna að greina hinn daglega vanda, kunna samræðulist stjórnmála, kunna að leysa það næsta óleysanlega með samstarfi og samræðu hagsmuna hópanna.

Að slá skjaldborg um réttlætið, maður við mann, það er menningin, íslenska þjóð! (Jóhannes úr Kötlum)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband