"Hún mamma kemur í bæinn bráðum og borgar skuldina mína"

358864325_3946ccce1229196302_jpgbb_921914.jpgHvað fær menn nú, til mikilla viðbragða sem upplifað hafa svo augljós rán og rippdeildir sem stunduð hafa verið að minnsta kosti frá stríðslokum til dags dató úr öllu sjóðum landsmanna og skattsvikum sem voru svo augljós að pólitískavaldið ákvað að hætta að láta skattskrá liggja frammi?.

Ég kaupi það aldrei að Alþingisskýrslan sé að valda þeim straumhvörfum sem vísað er til, því þeir íslendingar sem nenntu að hugsa og höfðu augum varla meira en hálfopin, sáu og vissu hvað fram fór.

Í Hafnarfirði varð enginn fyrir andateppu þótt tryggir og vænlegir sjálfstæðismenn gengju frá stjórnarborði sparisjóðsins með miljónatugi af gervihlutafé og sumir heimtuðu meira á markaði.

En sparisjóðurinn lá andvana eftir þar sem hann var látinn fjármagna viðskiptin.

Hvað eru menn þá að fárast yfir fáeinum krónum,  til handa févana frómum frægum frambjóðendum í ferlegri neyð, frambjóðendum sem staðið hafa vaktina í brúnni á þjóðarskútunni og lagt sig alla fram, sumir í mörg ár og áratugi við að stýra þjóðarskútunni í gegnum skerjagarðanna.

Þessir glaðbeittu frambjóðendur sem lýsa upp umhverfi sitt af bjartri áru og mannkærleika eiga allt annað skilið en öfund og afbrýðisemi  af okkur nytsömu sakleysingjunum.

Ég get skilið afbrýðissemi hinna sem hafa ekki af svo miklu að státa og sem aldrei hafa fengið að standa brúarvakt, en að sjallarnir fái svo heiftarlegt samviskubit og fráhvörf sem raun ber vitni, er erfitt að skilja.

En þá ber að hafa í huga að aðalleiðbeinandi Sjálfstæðismanna fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins sagði við einn aðal styrkþegann að hann ætti ekki skilið að fá aura því hann tilheyrði ekki fjölskyldunum þrem sem ættu Sjálfstæðisflokkinn.

"Hitt er víst að hann átti ekki aura,

en ætíð er lögmálið svona;

á hamingju er heimurinn nískur,

hvort heldur er vín eða kona,

ef tóm eða týnd er vor budda

--þá er tilgangslaust á hann að vona."

(Jóhannes úr Kötlum.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband