Þriðjudagur, 4. maí 2010
Þjóðarsálin logar í endurreisnar vonum
Þjóðin býður eftir virkjun auðlinda þjóðarinnar og frekari nýtingu þeirra, það eru verkefnið en ekki vandamál.
Svigrúm hefðbundinna atvinnugreina til aukningar á atvinnutækifærum eru mjög takmarkað.Staða sjávarútvegs er slík að vart er þess að vænta að þar verði mikil nýsköpun og fjölgun tækifæra, sama niðurstaða er í landbúnaði og ferðaþjónustu.
Byggingar og framleiðsluiðnaður eiga og munu hafa í vök að verjast.
Spurningin er hvar eru tækifæri fyrir okkar unga og velmenntaða fólk í næstu framtíð?.
Eru sjáanleg tækifæri fyrir t.d. arkitekta, verkfræðinga, viðskiptafræðinga, lögfræðinga í þessum greinum að öllu óbreyttu?. Svörin eru því miður neikvæð frá öllum sem um þessi mál fjalla.
Hvað er til ráða?.
Finnast engar lausnir neins staðar?.
Jú, sem betur fer byggjum við ríkt og gjöfult land. Við landsmenn og líka nýtingar menn náttúruauðlinda, bændur, sjómenn og virkjunarsinnar, hafa unnið eins orkan leyfir á hverjum tíma á hagrænan hátt, með hina hagrænu náttúruvernd í huga sem felst í að stuðla að hæfilegri nýtingu og koma í veg fyrir rányrkju eða spjöll á auðlindum og hlunnindum lands og sjávar svo að heimsathygli hefur verið vakin á okkar aðferðafræði og ríkidæmi.
Þjóðin býður eftir virkjun auðlinda, það eru verkefnið en ekki vandamál.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.