Krafa dagsins er ekkert grín.

Fremsta krafa landsmanna  er auðvitað að auka hag sinn - efla menningu sína - skapa börnum sínum þau skilyrði til hugar og handar að sambærilegt sé við það besta í samfélagi þjóða í nútíð og framtíð - Þess vegna verðum við m.a. að nýta auðlindir okkar, virkja, nýta og njóta af fullri reisn en detta ekki í drullupolla meðalmennsku kommatittanna sem sífellt vilja búa til og búa við pólitíska þröskulda.

En umfram allt viljum við vera Íslendingar og taka þátt í íslenskri sjálfstæðisbaráttu - baráttunni sem aldrei lýkur.  Við viljum taka þátt í að brjóta hverja þá ógnaröldu er á þjóð okkar kann að skella - eins og harðar bergnasir okkar sæbröttu strandar brjóta þungar og svalar öldur Atlantshafsins.

Við verðum líka að efla samkennd og réttlæti með þjóðinni -  og þjóða.

En eins og fram kemur í erindi þjóðskáldsins hefur okkar fallega gjöfula land með fallvötn, jarðhita, gjöful fiskimið og gróðurmold hvíslað að honum sínar kröfur og bendir okkur á leiðir:

 

Og nú flyt ég til þín þessi alvöruorð,

Sem   mitt ættarland hvíslaði að mér.

Ekki  einungis bindur ósk þess við borð,

lífið allt krefst hins sama af þér.   

(Jóhannes úr Kötlum)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband