Fimmtudagur, 6. maí 2010
Það er “bankaskapur” að ætla standa í skilum.
Við erum tæknilega greiðsluþrota vegna okurvaxta og verðbólgu, það er ljóst.
Viðbrögð hagspekinga Seðlabanka, virðast vera best falinn sálfræðingum í áfallahjálp til greiningar. -50 punktar enn, hvað er að? á að deyða alla atvinnusköpun og frysta alla markaði?.
Seðlabankinn segir að allt muni lækka í verði. En ríkisstjórn hækkar allt verðlag sem skapar verðbólgu sem stýrir vaxtastefnu Seðlabanka.
Nægir peningar til segja bankastjórar, en engin eftirspurn eftir lánum.Ég sem var að vona að kapítalismi andskotans væri endanlega drukknaður í skuldum, í þúsundum miljarða króna drullupoti frjálshyggjunnar og ábyrgðarleysi hagspekinga, stjórnmálamanna og eftirlitsstofnanna. Nauðþurftir þjóðarinnar eru ekki forgangsmál stjórnmálanna, það er klárt..
Við eigum ekki að borga óreiðuskuldirnar annarra sagði Davíð ritstjóri, svei mér kannski, ég er sammála.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Erling Garðar - Það er gott að sjá að þú ert kominn á kreik hér aftur og farinn að láta til þín taka.
Nú eru stjórnendur gömlu föllnu bankanna að "týnast inn" einn af öðrum og svo kemur væntanlega að stjórnendum Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Það vekur furði í hvaða heimi þessir menn lifðu og maður veltir fyrir sér hvort þeir voru virkilega með tappa í eyrum og bundið fyrir flest önnur skilningarvit. Það mátti öllum ljóst vera sem eitthvað vit hafði í kollinum hvers konar svikamylla þetta var allt saman. Alla vega var ég búinn að halda því fram í heita pottinum á Nesinu að Verðbréfamarkaðurinn væri sýndarmennska þar sem menn keyptu hver í annars fyrirtækjum eftir formúlu sem þeir voru búnir að ákveða svona 2 ár fram í tímann. Þannig var haldið uppi sýndarviðskiptum án þess að peningar kæmu þar nokkurs staðar nærri. Enda áttu þessir blessaðir auðvisar aldrei krónu heldur bara skuldir. En vissulega höfðu þeir aðgang að talsverðu fé, sem gera má ráð fyrir að hafi að mestu verið illa fengið, eins og nú virðist vera að koma í ljós.
Þeir sem létu þetta viðgangast bera mikla ábyrgð gagnvart þjóðinni og munu væntanlega gjalda fyrir með frelsisskerðingu þegar fram líða stundir.
Annars felast í þessu gríðarleg tækifæri fyrir þitt gamla hérað á norðanverðu Snæfellsnesi. Það þarf náttúrulega að stækka Kvíabryggju og svo þarf að reisa 5 stjörnu hótel fyrir þá sem koma að heimsækja þá sem þar dvelja. Spurning hvort það hótel býður ekki upp á "dirty weekend" svona svo blessaðir mennir fari nú ekki á mis við allar lífsins lystisemdir......
Ómar Bjarki Smárason, 13.5.2010 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.