Mánudagur, 29. nóvember 2010
Stjórnlagaþing.
Við skulum vona nú sé framundan menningarbylting í pólitísku starfi og skoðanaskiptum stjórnmálaflokka á milli, með nýjum "grunnlögum" frá öllu því góða fólki sem gaf kost á sér og nær kosningu í erfiðasta kosningarslag sem um getur í íslenskri sögu. Megi störf þingsins verða farsælt. Þakka þér samveruna Rósa og að gefa mér tækifæri sjá þig við störf og hugmyndasmíð við erfiðar aðstæður. Þú ert einfaldlega snillingur. Von um sæti var svo sannarlega raunhæf en ekkert "must"en áfangasigur er þegar staðreynd, dugnaðarforkur. Velkomin heim
Við hin erum vöknuð...! og við vitum að við eigum mjög stórar og vel fylltar matarkistur sem allir landsmenn eiga rétt til fyrir skjól, fæði og klæði.
Þetta er dásamlegt land sem veitir okkur allt þetta, svo að við getum gert ýmislegt annað og haft efni á. En þetta hefur okkur tekist með því að nýta og nota rétt náttúruauðlindir landsins til sjávar og sveita. Skoðum hval en veiðum hann líka. Öll önnur tilboð eru yfirboð og draumsýnir. Hlustum ekki á neitt heimsenda kjaftæði í íslenskri umræðu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.