Fimmtudagur, 26. mars 2009
Styrkjum forréttindi fábýlisins!.
Framhaldsskólanám þarf að vera til staðar út um allt land. Blóðtaka frá heimilum er að sjá eftir unglingunum til framhaldsnáms í fjarlægu sveitarfélagi, ekki bara fjárhagslega heldur einnig félagslega. Þetta er ekki bara vandamál heimilanna heldur líka eitt stærsta félagslega vandamál sveitarfélaga, sem missa á þennan hátt í burt unga fólkið úr félagstarfi og íþróttum sem grunvalla vellíðan þeirra sem yngri og eldri eru í sveitarfélaginu, einmitt á þeim árstíma sem félagslíf sveitarfélagna þarf mest á unga fólkinu að halda.
Mín skoðun er sú að menntamála yfirvöld hafa á margan hátt tekist að gera framhaldskólamenntun allt of dýra fyrir íslenska þjóð ekki síst fyrir landsbyggðarfólk. Ekki bara dýra heldur og einnig allt of dýrkeypta fyrir nemendur sjálfa. Þetta var gert með því að byggja upp miðlægja framhaldsskóla með óteljandi valgreinum frá fyrsta áfanga, með þeim árangri að nemendur eru flestir að berjast við að ná tökum á frumgreinum allt sitt skólanám með blóð, svita og tárum.
Ég tel að Grunnskólinn eigi að sinna kennslu frumgreina fyrstu þrjú ár framhaldskóla náms og að framhaldskólamenntun hefjist í 9unda bekk. Frumgreinar eru stærðfræðin, eðlis og efnafræði ásamt með tungumálum, þjóðfélagsfræði og hagfræði. Ég treysti mjög vel, velmenntuðum grunnskólakennurum frá Kennaraskóla Íslands til að sjá um þessar greinar og enn vænkast á því sviði með aðgengi á upplýsingavefjum.
Þannig má njóta unga fólksins lengur heima fyrir.
Atvinnumálin eru alltaf á dagskrá og verða að vera það.Í atvinnumálum eru allir þjóðfélagsþegnar hvar sem þeir annars búa í sífelldri vörn, hvort sem þeir búa höfuðborgarsvæðinu eða á Jökuldal eystra. Þar verða skin og skúrir, tækifærin koma og fara. Fyrir landsbyggðar menn er aukin hlutdeild að störfum þeirra opinberu þjónustu sem staðsett hefur verið á Reykjavíkur svæðinu bráða nauðsyn. Þar ræður ferð ríkisstjórn okkar allra og með dreifingu þessar starfa um landið mun aðstaðan jafnast meir en nokkurn skyldi gruna. Þetta gerðu Danir á sjöunda áratugnum, og þetta hafa margar aðrar nágranaþjóðir hamast við að gera.
Enn fyrst og síðast verða íbúar á landsbyggðinni að hrópa húrra í tíma og ótíma fyrir þeim forréttindum að fá tækifæri til að njóta í nánd, óspilltrar náttúru í félagslegu fábýli þar sem vagga íslenskrar menningar var og er þrátt fyrir allt. Þetta eigum við að markaðssetja í tíma og ótíma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.