Er ekki of dýrt að vera íslendingur ?.

Íslendingar í Danmörk.

Undanfarið hefur mér verið títt hugsað til orða Gylfa Þ. Gíslasonar menntamálaráðherra í danska sjónvarpinu 1962." Það er yfir höfuð dýrt að vera Íslendingur".

Fréttamaðurinn hafði í frami margar spurningar við menntamálaráðherrann um íslenskt þjóðfélag og var þátturinn ákaflega fræðandi fyrir þá danska skólabræður sem eftir tóku, en sérstakur fyrir vin minn danskan, því að hann loksins gat skilgreint mig sem monthana á grunvelli minnimáttarkendar.

Menntamálaráðherra skýrði frá því að Paradís á jörð væri á Íslandi í atvinnu og menningarlegu tilliti, í gamansömum tón, enda vissu allir þá að danir voru að rísa úr rúst efnahagsþrenginga og alltaf gaman að benda herraþjóðinni á að við gætum klárað okkur án þeirra.

Enn fréttamaður, skildi húmorinn, sleikti varir og spurði síðustu spurningar með bros á vör;.

Hvernig getið þið svo fá sem þið eruð staðið undir öllu þessu ?,  haldið uppi Háskóla og fjölda annara menntastofnanna, sinfóníuhljómsveit, þjóðleikhúsi, söfnum og öðru menningarstofnunum, heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða og síðast en ekki síst samgöngukerfi í þrisvar sinum stærra landi en Danmörk er.

Gylfi draup höfði og svaraði með  einni snildarsetningu sem virkaði á mig sem stuna,; "Det er overhöved dyrt at være islending".

 

Er það kannski orðið of dýrt ?.

 

Það er eins og heilir heimar

Hlæi í fyrsta sinn.

Nú er Ísland önnum kafið,

-- einkum fógetinn.

(Jóhannes)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband