Þegar landið fær mál.

johanna_074.jpg

Umræðan um Fljótsdalsvirkjun síðan Kárahnjúkavirkjun skapaði ósköp venjulega íslenska þrætubók, ekki um efnisatriði, heldur listina að þræta og hefur ekkert með sanna náttúruvernd að gera, auk þess heldur var sú framkvæmd ekki þensluskapandi. Halldór Kiljan skilgreindi þessa iðju sem mjög skemmtilega og mikla andans íþrótt.

 

Davíð Oddsson hefur gefið út einn kafla í góða þrætubók sem fjalar um að afdrif fjölmiðlalaganna hafi valdið bankahruninu. Önnur er þrætubók náttúruleysingjana, sem er orðin framhaldssaga er fjallar endalaust um að framkvæmdarósköpin á Austurlandi sé örlagavaldurinn að hruninu. Enn er ný af nálinni heil kvikmynd náttúruleysingjana sem er gerð til að skapa meiri þrætur og er beint gegn fólkinu í landinu. Gerð af fólki sem framfleytir sér með skáldastyrkjum eða erfðagóssi.

 

Allar slíkar þrætubækur valda aðeins brestum í sálarkytru okkar nytsamra sakleysingjanna og skapa eyrnaverk, tannverk, magaverk og að lokum hausverk, síðan sálarverk tómleikans í miklum tilvistarvanda íslenskrar þjóðar í ríku landi.

Mönnum um allt land er það ljóst að allir þjóðfélagsþegnar verða nú að borga fjárfestingafylliríið í fasteigna braski upp á 500-600 miljarða innfluttra króna á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum, sem er höfuðástæða hrunsins. En fjárfestingin í atvinnutækjum á Austurlandi greiðist með sjálfsaflafé þeirra framkvæmda.

Við erum margir orðnir leiðir á þeim frasa frá fjölmiðlafólki og náttúruleysingjum malbiksins að fjárfestingar á landsbyggðinni séu ástæða vandans í efnahagsmálum og svívirðinga gegn landinu, en spyrjum hvort kom á undan, hænan eða eggið?.  Það bærist vart hár á höfði náttúruleysingjana vegna samskonar framkvæmda í næsta nágreni Reykjavíkur.

Sökudólgarnir, hvort sem það eru embættismenn eða útrásarvíkingar eru heimilisfastir á höfuðborgarsvæðinu, þar geisaði fjárfestingaræðið, þar búa höfundar  snilldarlegrar gengisstefnu og frjálsra vaxta og þar búa þeir sem vilja bara smyrja í eitt tannhjól í efnahagsvélinni,  tannhjól hagsmuna höfuðborgarsvæðisins.

"Og allir þeir töfrar, sem Ísland á til,

í óði hans búa sér skjól:

Þar glampar á bunu við blikandi hyl,

þar baðar sig jökull í sól ----."

(Jóhannes)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband