Föstudagur, 10. apríl 2009
Sálmur heiðingjans í Draumalandi.
Gagnrýnislaus einsýni segir gagnrýnandi Fréttablaðsins um gjörðir landsfeðra okkar í virkjunarmálum, sem í góðri trú voru og eru að reyna viðhalda velferðakröfum okkar sem búum þetta land og nýta þau epli sem land okkar gefur til þess að seðja hungur okkar og allt sem fegrar það svo sem menning og listir. Sem sagt líka andans fæðu.
Draumalandið er auðvitað draumur um þá draumastöðu að maðurinn geti lifaða sem hluti náttúrunnar eins upphaflega var gert ráð fyrir af drottni allsherjar sköpuði himins og jarðar. Evu var freistað og sagan varð sem hún er fyrir alla fjölskylduna frá Eden, hún er enn hluti náttúrunnar en fær ekkert fært á fati lengur til að hafa í sig og á.
Samkvæmt dómnum verðum við að streita í sveita vors andlits til að halda lífi og viðhalda lífi á jörðu hér um alla framtíð og það hefur ekki verið, og verður aldrei nein Paradísarvist.
Allt annað er draumsýn, tálar eða í besta falli skemmtileg rómantík til dægradvalar til að upplifa stund og stund af því lífi sem okkur var ætlað ef forn amma okkar allra hefði ekki verið svo erfið í taumi sem raun bar vitni.
Höfðingjar þessa heims í dag
helvítis roðum rauðum
varpa á himins hlið,
breyta ódáinsakri í flag,
auðgast á stríði og nauðum
og kalla það kristinn sið
-- hafa þannig að háði
hann, sem boðaði frið.
(Jóhannes úr Kötlum)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.4.2009 kl. 00:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.