Interview með gagnrýnislausri einsýni.

Kaupsýslumaðurinn af Hagkaupsætt, segir að honum hugnist ekki íslensk stjórnmál, en er samt á fullu við að búa til pólitískar sprengjur með erfðagóssi sínu. Það er sennilega margt til í því að ýmislegt gerjist í kýrhausnum, en að halda því fram að þreföldun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu hafi orðið til vegna uppbyggingu atvinnutækja á Austurlandi sem kostuðu rétt rúm 200 tonn af krónum, bendir til að í vændum sé mikil gerjunarbomba.

 

Til að forða mönnum frá slíku ályktunar óhappi, sérstaklega þeim sem eiga erfðagóssið sitt í banka, verður að benda á að bankarnir, sem voru einu sinni stórir en eru nú ekki neitt, fluttu inn sem erfðagóss frá útlöndum 600-800 tonn af krónum til fjárfestingar á höfuðborgarsvæðinu á þessum árum. Tilgangurinn var í upphafi að drepa Íbúðalánasjóð, í staðinn frömdu þeir sjálfsmorð. Ég spyr, var kaupsýslumaðurinn ekki heima þegar þetta gerðist ?.

 

Ég held að eigandi erfðagóssins í bankanum sem fékk viðtalssíður í Fréttblaðinu og er kvikmyndaframleiðandi ætti sem fyrst að gera kvikmynd um illareknu bankanna sálugu sem meiddu íslenska þjóð næsta jafn mikið og móðurharðindin gerðu eða jafnvel meir.

Hans banki yrði án efa góði bankinn sem aldrei gerir neinum mein og fremur aldrei sjálfsmorð, að fengnum rannsóknarniðurstöðum þeirrar rannsóknarkvikmyndargerðar.

Ég grét af öfund, vildi vera spói

og vildi að landið yrði tómur flói, 

og vildi elska og syngja í sinu þess,

--þá sagði spóinn, vertu bless.

Stærsta land í heimi

 (Jóhannes)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband