Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Þytur þess vors er þeir vöktu.

Við, kynslóðin sem er að fara í hvíld skilum landinu ríku, ennþá fallegra landi og miklu öruggra landi enn áður, við erum stolt og hreykin. Ég er mjög stoltur því að við gátum skapað skilyrði fyrir fleiri listaspírur, aukið framlegð á háskólamenntuðu fólki og haldið uppi menningarlífi sem miljónaþjóð. Það er stórkostlegt að þurfa ekki að veiða fisk fyrir 50-100 miljarða króna á ári til að kaupa olíu fyrir landsmenn til ljósa, hita og annarra staðbundina þarfa í hýbýlum okkar.
Svartstakkarnir ungu í bankakerfinu, okkar velmenntaða unga fólk sem drukkið hafði í sig frjálshyggjufræðin amerísku, sem meðal annars afneitaði aðhaldi og eftirliti ríkisvaldsins eru auðvitað erfingjar okkar af þeim þroskaða eiginleika íslensku þráhyggjunnar að geta ávalt sigrað þrítugan hamarinn ef reynt er ítrekað. Þessi eiginleiki er fengin með móðurmjólkinni og er nauðsynlegur til að getað lifað á Fróni við okkar náttúrulegu lífsskilyrði.
Þeir skildu´, að ef hér átti að skapa þá fegurð
Sem skáld höfðu túlkað í óljósri þrá,
Varð vitið að sigrast á andhverfum öflum,
sem ógnandi sveifluðust til og frá,
að fólkið varð sjálft að leyfa sér landið
og lifa með samhjálp þess gæðum á,
að þá yrði brauðstritið leikur léttur
og listin og menningin allra réttur.
(Jóhannes úr Kötlum)
Við sem nú sitjum í okkar friðarstól ættum nú sem áður þegar grjót hindraði okkar vegferð, að gefa því tíma og rúm að hindrunum sé rutt úr vegi.
Unga fólkið er betur menntað en við vorum, býr við betri tæki og tól en við og hefur fest þjóðarskútunna á skeri, sem er ómetanleg reynsla.
Svo reynd kynslóð mun skila landinu enn ríkar en við gerðum, og en öruggara en við gerðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.