Laugardagur, 18. apríl 2009
Átökin um athafnafrelsi.
"Er hið sjálfstæða Ísland þá frelsins friðland,
ef fólk sem vill rísa,´ á það hvergi griðland"
Alþingi setti leikreglur sem meirihluti þjóðarinnar sættir sig ekki við.
Alþingi ber ábyrgðina, og Alþingi verður að smíða nýjar leikreglur, svo einfalt er það.
Það eru ekki vondir útgerðarmenn eða óprúttnir sjómenn sem eru dragbítar á hagsmunum þjóðarinnar í þessu máli.
Allt sem þeir eru að gera er að vinna vinnu sína af trúmennsku og ábyrgðarkennd sem einkennt hefur þessar stéttir báðar svo lengi sem ég man eftir, og hef lifað á arði þeirra ennþá lengur bæði sem sjómaður og landkrabbi eins og aðrir Íslendingar.
Þeir verða að hámarka arðinn sem mest má á grundvelli aðferða sem lög mæla fyrir um, enda búa þeir ekki við ríkisstyrktan sjávarútveg eins og víðast er í hinum vestræna heimi.
Þegar grannt er skoðað eru það einmitt útgerðarmenn og sjómenn sem berjast hörku baráttu á hverjum degi til efla hag þjóðarinnar, en alltof fáir aðrir.
Verkefnið hlýtur að vera það að standa að breytingum sem tryggja óskorað eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni, forsvaranlega umgengni um fiskimiðin og hagkvæma nýtingu með eðlilega hagnaðarvon að leiðarljósi.
En umfram allt verður sanngirni að ráða ferðinni þegar breytingar verða gerðar á lögum um stjórn fiskveiða.
" Við hækkandi sólris þær hetjur ég sé
sem hófu í myrkrinu frelsins óð,
og mynduðu skjaldborg um vonanna vé
og vorperlum stráðu á öreigans slóð,
og hugheilar lögðu fram ævina alla
í annan hvorn þáttinn; að sigra eða falla"
(Jóhannes úr Kötlum Söguhetjur Íslands)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.