Sunnudagur, 19. apríl 2009
Vandamál eða lausnir.
Tilvistarkreppa íslenskra stjórnmála er m.a. sú að talsmenn flestra flokka sjá ekkert annað en vandamál, tala aðeins um vandamál. Það má ætla að þá dreymi líka um vandamál. Þessir flokkar leysa engin vandamál enda þeim eðlislægt að finna þau og skilgreina, til að geta þrifist.
Ef maðurinn í atvinnurekstri eða frá verkalýðshreyfingunni talar um lausnir finna þessir flokkar að eintóm vandamál felast í lausnunum. Þeir segja EB stútfullt af vandamálum, ekki má undirstrika eignarrétt þjóðarinnar á fiskinum í sjónum, ekki má halda stjórnlagaþing, osfrv. Engar lausnir neins staðar enda þeim eðlislægt búa bara til vandamál eins og raun ber vitni.
Þjóðin býður eftir lausnum frá þeim vanda sem við er búið, það er verkefni en ekki vandamál.
Þjóðin verður því nú að kjósa þá flokka sem hafa kjark til að leita eftir lausnum, það er verkefni þjóðarinnar 25. apríl 2009.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.