Almannatryggingar, endurskoðun ölmusukerfisins.

Endurskoðun almannatryggingar laga var kynnt á fundi Félags eldri borgara 17 apríl síðastliðinn.

Stefán Ólafsson formaður nefndar um endurskoðun almannatrygginga gerði grein fyrir umræðutillögum nefndarinnar. Í stuttu máli, magur fiskur vel falinn undir steini vegna komandi kosninga.

Sjáanlegt er að en á ný er verið að þóknast stjórnvöldum en ekki tryggingarrétthöfum, enn er eins og til umræðu sé ölmusukerfi en ekki tryggingarkerfi, en á ný skal þetta kerfi gert flóknara, afkastaminna, lélegra og en er það aumkunar vert og feikna dýrt í rekstri.

Við sem höfum skilvíslega greitt iðgjald þessara trygginga frá sextán ára aldri og eigum eignarrétt á bótum samkvæmt Stjórnarskrá, krefjumst þess að þessu fikti stjórnmálamanna með grundvallarréttindi fólksins í landinu ljúki hið bráðasta.

Stefán!, burtu með allar skerðingar, búðu til einfalt og skiljanlegt tryggingarkerfi, þar sem fólk fær þær bætur sem iðgjöld voru greidd fyrir. Sértækar bætur til þeirra sem á þurfa að halda eiga að fjármagnast frá skattakerfinu en ekki með réttindaskerðingum annarra.

Þá þarf ekki margar stofnannir til að sjá um málin, þarÓtrúlega fyndið munu starfsmenn skilja kerfið og kannski við hin, venjulegir landsmenn, sem erum lögum samkvæmt tryggingartakar.

Áratuga langa fikt allra stjórnmálaflokka með þetta öryggiskerfi okkar  er óþolanda, því verður að ljúka strax.

"Hver kynslóð gaf allt, sem hún átti, í sjóð,

og í þeirri von, að það geymdist:

sinn yl, sína harma, sitt hjarta, sitt blóð,

--en hluturinn smælingjans gleymdist."

(Jóhannes).

Erling Garðar Jónasson formaður Samtaka aldraðra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

þakka sérdeilis góðan pistil!

Hlédís, 19.4.2009 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband