Miðvikudagur, 22. apríl 2009
Nei, við verðum ekki kæfðir í poka.
Við verðum að láta af hræðslu og ótta við náið samstarf við viðskiptalönd okkar, bæði félagslega og fjárhagslega. Við erum þá þegar komin í þá stöðu að við getum ekki sett skýklappanna á hausinn og sagt ekki meir, ekki meir. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Við verðum að óska eftir aðildarviðræðum strax
En flestir myndu bæta við þeirri ósk að í samfélagi þessara þjóða bærum við gæfu til að koma þannig fram að við héldum fullri reisn og sjálfsvirðingu.
Þetta eru sanngjarnar og vitrænar óskir sem ætla mætti að flestir sem ekki búa við óróa og heimótta gætu skrifað upp á, því að hefðbundnu náttúruauðlindir Íslands, gróðurlendið, miðin og orkulindirnar ásamt þeim mannauði er felst í duglegu, vel menntuðu og framtakssömu fólki skapa grunn fyrir sjálfbært efnahagskerfi ef skynsamlega er að farið. Við erum að öllu leyti vel búin til samstarfs og þurfum ekki að taka málum með minnimáttarkennd.
Framtíðin er undir okkur sjálfum komin, það er að segja, hvers við æskjum, hvaða lífsgæði við viljum búa við, hvernig við nýtum náttúruauðlindirnar og mannauðinn á sem skynsamastan hátt, þar koma ekki aðrir til verka. Þetta felur í sér spurninguna um hvernig við finnum jafnvægið milli nýtingar auðlinda, álags á umhverfi og fólksfjölda í landinu.
Fremsta krafa allra íslendinga er auðvitað að auka hag sinn - efla menningu sína - skapa börnum sínum þau skilyrði til hugar og handar að sambærilegt sé við það besta í þessu samfélagi nágranna þjóða í nútíð og framtíð.
En umfram allt viljum við vera Íslendingar og taka þátt í íslenskri sjálfstæðisbaráttu - baráttunni sem aldrei lýkur. Það verðum við áfram að hafa í huga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.