"Mútugreiðslurnar"

Hvað eru menn að fárast yfir fáeinum krónum,  til handa févana flokkum í ferlegri neyð, flokkum sem hafa staðið vaktina í brúnni á þjóðarskútunni og lögðu sig alla fram í tug ára við að stýra þjóðarskútunni í gegnum skerjagarðanna. Þeir eiga allir gott skilið.

Ég get skilið afbrýðissemi hinna nýju flokka sem hafa ekki af svo miklu að státa og eru enn að slíta barnsskónum, en að sjallarnir fái svo heiftarlegt samviskubit sem raun ber vitni, er erfitt að skilja.

Það er á fólki að heyra það komi almennt af fjöllum hvað varðar styrki til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna á liðnum árum.

Hagsmungæsla, helmingaskipti og önnur samtryggingar kerfi hafa lifað góðu lífi í íslenskri pólitík frá árdögum lýðveldisstofnunnar, þvert í gegnum alla flokka.

Hver man ekki, miðaldra eða eldri íslendingur, að eina leiðin til lánafyrirgreiðslu í bönkum var gegnum pólitík.

Skilja þeir virkilega ekki að þjóðin verður ekki blekkt, hún ætti að vita og veit ef hún þorir að vita að „mútugreiðslur" hafa verið regla en ekki undantekning og skilur að ætíð skal  gjöf gjalda. Það er tilgangurinn.

Þeir ríku vita og vissu að ef flokkurinn átt ekki aura og þá var tilgangslaust á hann að vona í lífsbaráttunni. Þannig er þetta og þannig verður þetta, því miður.

autumn_leaves.jpgEr ekki nokkur leið að lyfta umræðunni á hærra plan, við þurfum þess núna frekar en nokkru sinni áður.

Við skulum gera þessa hluti upp þó síðar verði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband