Fimmtudagur, 23. apríl 2009
"Við viljum enga læti" sagði Svandís.

Ég trúi því ekki að Samfylkingin ætli að láta samstarfið stranda á þessu máli," sagði Svandís Svavarsdóttir, frambjóðandi VG, á borgarafundi í kvöld. Hún sagði að það ætti ekki að vera með asa við inngöngu í Evrópusambandið. Það þyrfti að vera samstaða um málið.
Hvernig verður eiginlega náð samstöðu í þessu máli á grunni sögunar um Rauðhettu.
VG og íhaldið kalla bara Úlfur, Úlfur ef minnst er á EB, og fullyrðingaflóðið og pólitíska hvít lygin streymir í Amason stærðum frá þessum frómu flokkum um alla gallanna, engir kostir, bara Úlfur, Úlfur.
Samstöðu verður vart náð án þess að vita um hvað málið snýst, kosti þess og galla.
Og til að ná samstöðu um málið verður þjóðin því fyrst að drífa sig til samningsgerðar við EB um aðild, að þeim loknum liggur fyrst fyrir einhver grundvöllur til að ná einhverri vitrænni pólitískri stöðu til að VG og SF eða einhverjir aðrir geti náð samstöðu um aðild eða ekki. Síðan verður að koma í ljós hvort þjóðin geti náð nægilegri samstöðu um málið.
" Ég undirritaður trúi því ekki að VG ætli að láta samstarfið stranda á þessu máli, án þess að vilja kanna um hvað málið snýst"
Þá er pólitíkin á Íslandi endanlega gjaldþrota og búsáhaldadeildin verður að taka við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.