Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Skaðlegir framboðsfundir.

Hlustaði með andakt á frambjóðendur Suðurkjördæmis í Reykjavík í sjónvarpi í gærkvöld. Nú þótti mér innlegg frambjóðenda ásamt spyrjenda mögur og stjórn arfa léleg. Hvílík vitleysa, engin vitræn pólitík fyrir þjóð í kreppu, bara sandkassaleikur stjórnenda.
Hvað eru menn að fárast yfir fáeinum krónum, til handa févana flokkum, strákum og stelpum í ferlegri neyð sem láta sig hafa að vera tekin í nefið í Kastljósa stíl á framboðsfundi og halda andliti. Lýðræðis frambjóðandinn lýsti forundran af hinu pólitíska allsleysi framboðs kynningarinnar.
Þau eiga öll allt annað skilið af þjóð og fréttasnápum.
Er ekki nokkur leið að lyfta umræðunni á hærra plan hjá Sjónvarpi allra landsmanna, við þurfum þess núna fremur en nokkru sinni áður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.