Föstudagur, 24. apríl 2009
Vaknaðu, reistu þig lýður míns lands.
Sé almúginn sínum foringjum framar, er festa hans vígsins síðasta hamar. Vaknaðu, reistu þig lýður míns lands. (Einar Ben).
Hlustaði á spjall þeirra Sif Friðleifsdóttur Framsókn og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur Sjálfstæðisflokki eftir hádegislúrinn og ég vaknaði vel þegar í ljós kom að báðar eru hlynntar aðildarviðræðum við EB.
Þó að fylgdi smá moð og fyrirvara kjaftæði með, en ljóst var að þær báðar eru vaknaðar.
Hvílík gæfa að eiga svo greindar konur á væntanlegu þingi sem átta sig á því að nóg er komið af fullyrðingaflóði, sem eru farnar að átta sig á að rétt sé að bíða samningsniðurstöðu og meta pólitíska stöðu málsins þegar hún er fengin.
Við erum sjáanlega öll að vakna...!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.