Sunnudagur, 26. apríl 2009
Elítan í sjónvarpssal í kvöld.
Nýkjörna elítan til Alþingis sat fyrir í kvöld, hvílík myndræn upplifun, en töluðu orðin sögðu mér, að ekki er að undra hver staðan er.
Þurfa þeir ekki á hjálp að halda?.
Maður spyr og spyr, og hefur verið hvað eftir annað kjaftstopp með spurningar um hvað sé að hjá stjórnendum þessa lands sem sigldu þjóðarskútunni á sker hvert annað andartak á söguskeiði lýðveldistímans, á og eftir mestu góðærum þeirra sögu. Er það fortíðarþrá sem um er að kenna?, þrár og söknuður í moldarkofana og drullupollana sem ræður ferð ?. Það virðist vera.
Ekki getur það verið þjóðernisrembingur sem birtist í svo ömurlegum söknuði. Þeir eru að vísu til sem enn sakna hópreiðar í annað sinn til að vera á móti framförum til auðvelda tilveru á þessu skeri okkar.
Getur verið að elítan sé haldinn slíkri fortíðarþrá.
Af hverju ræðir elítan ekki samhent um bjargráð fyrir þjóðina sem við vorum að ráða elítunna til, frekar en um allann skítin og flísarnar í augum kolleganna. Hvílík forsmán.
Þarf ekki hjálpa elítunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.