Mánudagur, 27. apríl 2009
Það er dýrt að vera íslendingur.
Já það er alltof dýrt að vera íslendingur, og ég er ekki hissa á því eftir að hafa hlýtt á nýkjörnu elítuna í sjónvarpinu í gærkvöld.
Nýkjörna elítan til Alþingis sat fyrir í gærkvöld og sagði okkur hlustendum ekki neitt, ekkert bitastætt, sama pólitíska farandleikhúsið og áður með virkri aðstoð leikstjóranna frá sjónvarpinu, eins og undanfarnar vikur.
Er þetta það nýja Ísland sem við vorum að biðja um?, er þetta hin nýja pólitíska myndvarp sem við eigum að búa við?.
Verst er sú tilhneiging fjölmiðlanna að persónugera hið pólitíska starf í talsmönnum flokkanna sem hjálpar til að gera það að einhverri aulafyndni og tíma sóun að taka þátt stjórnmálastarfi.
Er ekki nokkur leið að lyfta pólitískri umræðu á hærra plan hjá Sjónvarpi allra landsmanna og öðrum fjölmiðlum, við þurfum þess núna fremur en nokkru sinni áður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.