Þriðjudagur, 28. apríl 2009
Kapítalismi andskotans.
Kapítalismi andskotans er nú algleymi um gjörvalla heimsbyggð. Kapítalismi andskotans er að einkavæða gróða, þjóðnýta tapið. Hvergi er þetta gert í ríkara mæli en í heimabyggð kapítalistana í Norður Ameríku.
Kapítalismi andskotans var skilgreint hugtak látins íslensk hugsjóna og sómamans um misbeitingu valds til að þjóna ákveðnum hagsmunnahópum á kostnað almennings.
Þessu valdi hefur verið beitt hér á landi óspart allan lýðveldistímann til hagsbóta fyrir útgerð og landbúnað og er en í algleymi, 9 miljarðar vegna bænda á ári og væntanlega nokkur hundruð miljarðar vegna óráðsíu útgerðar í þetta sinn.Nú skal þessu valdi beitt vegna óráðsíu banka.
En nú er kapítalismi andskotans vonandi endanlega drukknaður í skuldum, nú í þúsundum miljarða króna drullupoti frjálshyggjunnar og ábyrgðarleysi stjórnmálamanna og eftirlitsstofnanna. Það er barnaskapur að ætla þjóðinni að bjarga stjórnvöldum upp úr þeim drullupoti. Við erum tæknilega greiðsluþrota.
Andvaraleysi og viðbrögð íslenskra stjórnvalda gagnvart vinnubrögðum kapítalista andskotans er altækt og söm við sig, flauelsins mjúku hanskar og mildi eins og áður.
Já, nú er orðið of dýrt að vera íslendingur, og ég er ekki hissa á því eftir að hafa hlýtt á nýkjörnu elítuna í gleðibanka stjórnmálaumræðu sjónvarpssins í fyrra kvöld.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.