Er hagfræðin raunvísindi?.

Fróðleg umræða hjá hagfræðingum og viðskiptafræðingum í gær. En á ný er niðurstaðan að einkavæða gróða, þjóðnýta tapið. Sjálfsagt og hárrétt, meina þeir, bara tæknilegur ágreiningur um felubúninga.

Ég sem var að vona að kapítalismi andskotans væri endanlega drukknaður í skuldum,  nú í þúsundum miljarða króna drullupoti frjálshyggjunnar og ábyrgðarleysi hagspekinga, stjórnmálamanna og eftirlitsstofnanna.

Það er barnaskapur hagfræðinga að ætla þjóðinni að bjarga stjórnvöldum upp úr þeim drullupoti. Við erum tæknilega greiðsluþrota eins og fram kom.

Andvaraleysi og viðbrögð íslenskra hagspekinga gagnvart vinnubrögðum kapítalista andskotans er altækt og söm við sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband