Föstudagur, 1. maí 2009
Skattpína og skerðingar eldri borgara.
Hvet alla eldri borgara til að lesa grein Bjarna Þórðarsonar "Er unnt að skattpína eldri borgara enn meir", í Morgunblaðinu í dag 1. maí. Greinin er eina sanna stöðumat þrælpíndrar stéttar á þessum degi. "Stéttin" er eldri borgarar, sem byggðu þá varnarmúra fyrir samfélagið sem best munu duga í núverandi kreppu, sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda -orkulinda, gróðurmoldar og sjávar- til sóknar til jákvæðrar efnahagsstöðu á ný í samfélagi þjóða. Hafi Bjarni miklar þakkir fyrir löngu tímabærar athugasemdir um það eignarnám sem stjórnvöld hefur í frammi við eldri borgara.
Bjarni er einn virtasti tryggingarfræðingur okkar, með tug ára reynslu í þeim fræðum.
Greinin styður á allan hátt ályktanir Samtaka aldraðra og er grunnur mikilla átaka framundan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2009 kl. 07:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.