Föstudagur, 8. maí 2009
Sáning tortryggni og andúðar sæmir ekki sjóhetjum
Íslendingum löngu ljóst að útgerðarmenn og sjómenn berjast hörku baráttu á hverjum degi til efla hag þjóðarinnar, en alltof fáir aðrir.
Það þarf ekki að hafa þessa staðreynd í frammi í síbylju, tilgangurinn er bara sáning tortryggni milli deiluaðila sem eru þeim til lítillækkunar sem það viðhafa.
Það var og er mikill ljómi yfir sævar sækjendum okkar og þeir hafa verið mærðir án afláts í tali og tónum af íslenskri þjóð í tíma og ótíma, og eiga það svo sannarlega skilið.
Það var neyðarráðstöfun að efla kvótakerfið og renna heilbrigðum stoðum undir útgerðina, ekki bara til að vernda fiskinn í sjónum, þetta var líka tilraun til að tryggja fjárhagslegan grundvöll útgerðarinnar.
Óheft frjálst framsal fiskveiðiréttinda og öll meðferð þess frelsis voru og eru skelfileg mistök.
Verkefnið hlýtur að vera það að standa að breytingum sem tryggja óskorað eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni, forsvaranlega umgengni um fiskimiðin og hagkvæma nýtingu með eðlilega hagnaðarvon að leiðarljósi. Og vonandi tekst það, því við viljum ekki þurfa að spyrja enn og aftur;
"Er hið sjálfstæða Ísland þá frelsisins friðland, ef fólk sem vill rísa,´ á það hvergi griðland" , eins og Kötluskáldið spurði í mótlæti fortíðar.
Mun setja bankana aftur í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.