Laugardagur, 9. maí 2009
Skuldaskil Í Bankalandi.
Á síðustu öld, seinni hluta, voru skuldaskil landsfeðra og útgerðar/fiskvinnslu nánast árstíðarbundin aðgerð, veðbönd sá ég á 45 veðrétti.
Þetta gerðu landsfeður að eigin sögn af neyð, þeir þjóðnýtu tapið, en gróðinn var einkavæddur.
Þetta var bráðnauðsynlegt, annars var voðin vís fyrir okkur pöpulinn sögðu landsfeður.
Úlfur, Úlfur dugði landsfeðrum þá eins og nú.
Lánveitendurnir hafa búið við axlabönd og belti, svo lengi sem minnið nær, með alt sitt á þuru.
Í þessu bankalandi
Ríkistjórn, byrjið samstarfið með stæl. Lausn á skuldavanda heimilanna þolir ekki lengri bið.
Hver vill bera kostnað af þeim blóðuga harmleik sem gjaldþrota fjölda heimila getur leitt af sér?. Það stendur upp á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að svara því með aðgerðum, væl dugar ekki lengur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.