Laugardagur, 9. maí 2009
Sjáðu manni Stóriðjan !. Framleiða, framleiða og framleiða en meir.
Álið hefur stórhækka í verði, komið yfir 1600$ tonnið svo þetta skánar enn meir. Góður Guð láti gott af vita!. Að utan hefur bjargræðið oftast komið fyrir Frónbúa.
Á fyrsta fjórðungi ársins jókst útflutningur áls að magni til um 26% en álver Alcoa Fjarðaáls var ekki komið í fulla framleiðslugetu á fyrsta fjórðungi sl. árs. Í heild jókst vöruútflutningur alls að magni til um 8,9% á fyrsta fjórðungi ársins en útflutningur sjávarafurða dróst aftur á móti lítillega saman. Að magni til hefur innflutningur dregist gríðarlega saman eða sem nemur 43% á fyrsta fjórðungi ársins samanborið við fyrsta fjórðung sl. árs. Samdrátturinn er mestur í innflutningi flutningatækja hvort sem er til einkanota eða atvinnurekstrar en einnig er mikill samdráttur í innflutningi fjárfestingarvara sem er góð vísbending um þróun fjárfestingar á árinu. Þá hefur innflutningur mat- og drykkjarvara til heimilisnota dregist saman um þriðjung en á móti er líklegt að neysla innlendrar neysluvöru sé að aukast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.