Fimmtudagur, 14. maí 2009
Skilið Sparisjóði Hafnarfjarðar aftur.
Ég á mér mikla og stöðugt stækkandi fortíðarþrá, ég vil fá sparisjóðinn minn aftur. Sparisjóður Hafnarfjarðar var eitt af fundamentum Hafnarfjarðarbæjar, leiðandi afl í bæjarfélaginu. Ég brá mér af bæ í 36 ár, en þegar kom til baka voru gróðrarpungar búnir að ræna sparisjóðinum með hjálp snillinga sem notuðust við herópið "ekkert fé án hirðis", með þeim afleiðingum, að því að virðist, að pungarnir hirtu allt féð og fóru í eina sæng í BYR þegar sást í botn allra peningakassa SPH.
Ég vil gamla og góða SPH heim með hraði, jafnvel þó hann sé nú í spaði.
B-listi með þrjá menn í stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.