Föstudagur, 15. maí 2009
Því verður ekki trúað að óráðsían sé enn naglföst á Alþingi.
Það verður lengi munað eftir þeim fyrrverandi sem taka við biðlaunum, en eru á fullum launum sem þingmenn.
Það er krafa allra að kjörnir fulltrúar okkar séu hófstilltir og til fyrirmyndar í móttöku á sporslum fyrir störf í því umhverfi sem við er búið.
Ein þingkona ríður á vaðið.
Þiggur ekki biðlaun ráðherra segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, enda á ráðherralaunum.
Það væri nú annað hvort, almættinu sé þökk, vonandi kemst hún af.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.