Miðvikudagur, 20. maí 2009
Er búinn að gefast upp.
Svo bregðast krosstré sem önnur tré.
Sannur leiðtogi hinna vinnandi stétta beygir sig undir ofurvald hefðbundinnar niðurstöðu stjórnmála umræðu íslendinga.
Henni fær engin breytt, því er rétt að fara annað.
Vonandi kemur hann sem fyrst til baka.
Sturla Jónsson: Ég er búinn að gefast upp"
Sturla Jónsson. Mynd/FrikkiSturla Jónsson, vörubílstjóri og einn þekktasti mótmælandi síðustu missera á Íslandi hefur ákveðið að flýja land. Hann heldur til Noregs eftir helgi, kominn með nóg að eigin sögn og segir ekkert framundan á Íslandi.
Ég fer eftir helgi, en fjölskyldan verður eftir hér heima á meðan ég safna í sjóð til þess að koma þeim út," segir Sturla sem ætlar að keyra flutningabíl í Noregi. Hann segir launin allt önnur og miklu betri í Noregi og segist fá um hálfa milljón króna fyrir fjörutíu tíma vinnuviku í laun. Hann segir að eiginkona sín sé einnig að reyna að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum þannig að enn sé óljóst hvar fjölskyldan mun að lokum setjast að.
Sturla segist fullviss um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi ekkert gott í hyggju hér á landi. Verið sé að arðræna landið og bendir hann á líkindin með ástandinu hér í dag og í Argentínu á sínum tíma, en eftir aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar í landi fór landið að endingu á hausinn.
Hann hefur því fengið nóg. Meðan fólkið stendur ekki upp og mótmælir þessu er ekkert hægt að gera. Ég er búinn að standa í þessu síðan í mars á síðasta ári og það gerist ekkert af viti," segir Sturla og bætir við: Ég er búinn að gefast upp."Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.