Nú skal blóðmjólka allt nytjaliðið á "þrælabúinu Ísland".

Icesave gullnáma Landsbanka orðin myllusteinn næstu kynslóða, þökk sé engum þeim sem þar að komu .

Við verðum að fara endurskoða verklag hinnar diplómatísku elítu  og viðurkenna að því vitlausari eru lausnirnar sem fleiri úr þeirri átt koma að þeim.

Hér eins og alltaf er eigin hendi hollust ráðherrar góðir, því afdankaðir fyrrum kollegar ykkar afmunstruðu sig frá þjóðarskútustýrinu vegna getu vanda og eru ekki boðlegir þar aftur.

Frá Alþingi:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins taldi að þvinganir Breta hefðu haft áhrif á niðurstöðu málsins og þeir hafi hótað að misbeita Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Hann sagði að fjármálaráðherrann þyrfti að upplýsa af hverju það væri boðlegt að láta þvinga sig núna þegar hann hefði áður  sagt að það væri fráleitt. Hann sagði rök stjórnarinnar fyrir samkomulaginu væru fyrir neðan allar hellur og ekki boðleg. Að halda því fram að gengi krónunnar myndi hækka við að þjóðin tæki á sig gríðarlegar skuldbindingar væri óboðlegt.

Leysa úr flækjum mannlífsins er verkefni stjórnvalda, en ekki að flækja það frekar.


mbl.is Hrekkur ekki fyrir skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband