Þriðjudagur, 25. ágúst 2009
Þytur þess vors er eldri borgarar vöktu.
Við eldri borgarar sem vöktum vor í íslenskri þjóðarsál, höfum svo sannarlega efni á að vera bæði stolt og hreykin af árangri íslenskrar þjóðar á okkar æviskeiði.
En nú eru flest okkar harmi slegin af því hausti sem vakin er í íslenskum brjóstum af djarfhuga stórmennum og stjórnsýslunni í landinu.
En við skiljum ekki að þessi nýja staða eigi að valda eignarnámi og fjárkröfum núverandi ríkisstjórnar í peningasjóði okkar , hvort sem er tryggingarsjóði eða sparnaðarsjóði.
Við sem nú lifum okkar ævikvöld eigum svo sannarlega inni hvíld og frið eftir að hafa skilað landinu ríku af allskonar gæðum og verkfærum fyrir afkomendur okkar til að bæta um betur fyrir þjóðarhag.
Við skilum svo sannarlega af okkur auðugra landi og miklu öruggra landi en við tókum við.
Við erum auðvita sérlega stolt og hreykin vegna þess að við gátum skapað skilyrði fyrir fleiri listaspírur, aukið framlegð á háskólamenntuðu fólki og haldið uppi menningarlífi sem miljónaþjóð svo eftir er tekið um víða veröld.
Það er líka stórkostlegt afrek að þurfa ekki lengur að veiða fisk fyrir 50-100 miljarða króna á ári til að kaupa olíu fyrir landsmenn til ljósa, hita og annarra staðbundina þarfa í hýbýlum okkar.
Við leystum verkefnin á okkar vegferð, vegna þess að við erum erfingjar af þeim langþroskaða eiginleika íslensku þráhyggjunnar að geta ávalt sigrað þrítugan hamarinn ef reynt er ítrekað. Svartstakkarnir ungu í bankakerfinu, okkar velmenntaða unga fólk sem drukkið hafði í sig frjálshyggjufræðin amerísku, sem meðal annars afneitaði aðhaldi og eftirliti ríkisvaldsins eru auðvitað erfingjar okkar af þessum eiginleika. Þetta fólk mun án efa á grundvelli þeirrar miklu og dýrkeyptu reynslu sem nú er numin, skila landinu enn ríkar en við gerðum og en öruggara en við gerðum. Þess vegna er engin ástæða fyrir yngri kynslóðir að flýja af hólmi
Ekkert ólokið verk lætur okkur eldri borgara sitja friðar stól, jafnvel nú á ævikvöldi. Verkefnið er því miður enn að verja hag okkar og öryggi og það sem aldrei fyrr, þrátt fyrir vinstri ríkisstjórn sitji á valdastólum.
En því miður höfum við mjög takmarkaðan tíma og lífsrými til að verksins á eðlilegan og löglegan hátt.
Í heilstæðri löggjöf um málefni aldraðra nr. 125/1999 segir um tilgang lagana; Lögin fela í sér þau markmið að gera öldruðum fært að lifa eðlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er og að öldruðum sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf og í samræmi við þarfir hvers og eins. Ásamt því er lögð áhersla á að aldraðir njóti jafnréttis og að sjálfstæði þeirra sé virt.
Er jafnrétti að innheimta með frekju og dónaskap bætur sem látin maki hefur fengið frá tryggingarkerfinu á síðasta æviskeiði. Makinn var svo sannarlega tryggður sem einstaklingur?. Eða var það ekki?. Ekki fellur þetta undir virðingu á sjálfstæði eldri borgarans?.
Er það jafnrétti að innheimta allt að 300þkr. fyrir hvern mánuð fyrir dvöl á sjúkrahúsi á ævikvöldi, bara með nafnbreytingu á sjúkrahúsi yfir í hjúkrunarheimili ?. Er það jafnrétti að nota tryggingarkerfið sem tekjujöfnunarkerfi ?.
Eru verðbætur á sparifé arður ?, eru þær ekki einvörðungu jafngildis leiðrétting á höfuðstól, eins og þær hafa verið skilgreindar hingað til ?.
Samræmis það lagaskilningi á ákvæðum stjórnarskrár um eignarétt og skattkerfið að framkvæma eignarnám með ákvæðum setra reglugerða ráðuneytanna ?.
Svona má lengi halda áfram og það verður gert. Við eldri borgarar krefjumst þess að aðför ríkisstjórnar að hagsmunum okkar ljúki hið snarasta og að okkur verði bætt það tjón sem aðgerðir hennar hafa valdið okkur. Ríkistjórn er eins og algóður Guð, bæði mátturinn og náðin ef vel er spilum haldið í hennar húsum.
Ef ekki má búast við að fjölmennt verði við Arnarhvál húss á komandi mánuðum af fokreiðum, arðrændum en þjóðræknum eldri borgurum.
Já það er dýrt að vera fávís íslendingur og verða að sætta sig við að íslenska ostkílóið hefur hækkað um 45%. Það er líka þess vegna sem okkur bregður varla þótt Alþingi samþykkti miljarða álögur á tekjuskertan almúgann án þess að blikna. Svo var auðvitað gamla og auðvelda lausnin frá Arnarhváli drifin fram öll þjónusta ríkisins hækkuð án þess svo mikið sem að blikna af skömm. Ekkert nýtt eða gamalt og gott dregið fram. Hvar er búsáhalda breytingin á íslenskri atgerfispólitík?.
Árið1988 var sett á verðstöðvun á opinbera geirann og í kjölfarið komst á þjóðarsátt sem skilaði kraftaverki í efnahagsmálum þjóðarinnar. Til hvers var þetta gert?. Það var til að skapa ekki fordæmi fyrir viðskiptalífið með hækkun verðs á ríkisvörum og þjónustu. Siðferðisskert viðskiptalíf íslendinga er á því stigi að ríkið má ekki hafa forystu um verðhækkanir.
Þá var það fólkið í atvinnulífinu sem tóku völdin og leysti málin, engir flækjufætur óþroskaðra embættis og stjórnmála elítu á Íslandi voru tilkallaðir sem betur fer.
Tilvistarkreppa íslenskra stjórnmála er m.a. sú að talsmenn hennar sjá ekkert annað en vandamál, tala aðeins um vandamál. Það má ætla að þá dreymi líka um vandamál. Þessir flokkar leysa engin vandamál enda þeim eðlislægt að finna þau og skilgreina, til að geta þrifist á þeim. Bara svart hvíta hetjan ríður húsum þeirra. Ef maðurinn meðal fjöldans biður þessa hæstvirtu stjórnmálamenn um lausnir finna þeir mögnuð vandamál í öllum lausnunum, hvílíkar hetjur og snillingar!.
Verkefni stjórnmála er að leysa úr flækjum mannlífsins, en ekki að flækja þær frekar.
Þeir skildu´, að ef hér átti að skapa þá fegurð
Sem skáld höfðu túlkað í óljósri þrá,
Varð vitið að sigrast á andhverfum öflum,
sem ógnandi sveifluðust til og frá,--------
(Jóhannes úr Kötlum)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.