Þriðjudagur, 25. ágúst 2009
Vinstri stjórn er líka farin að stela frá öldruðum.
Á ótrúlegan hátt hafa stjórnmálamenn lagt sig í líma við að eyðileggja almenna tryggingarkerfið, jafnvel talið sig hafa lögvarða stöðu til að gera tryggingarkerfið að tekjujöfnunarkerfi.
Það hlutverk hefur tekjuskattskerfið en ekki almenna tryggingarkerfið.
Áratuga langa fikt allra stjórnmálaflokka með þetta öryggiskerfi okkar er óþolanda, því verður að ljúka strax.
"Hver kynslóð gaf allt, sem hún átti, í sjóð,
og í þeirri von, að það geymdist:
sinn yl, sína harma, sitt hjarta, sitt blóð,
--en hluturinn smælingjans gleymdist."
Jóhannes úr Kötlum kvað þennan tón.
Til þess að stjórnmálastéttin gæti seilst í tryggingarsjóðinn og reyndar líka af pólitískri hagsmunagæslu fyrir verndaðar skattleysis stéttir var almenna iðgjaldið sem var "nefskattur" falið inní skattakerfinu og þar með eyðilagt og gert að hreinu ölmusukerfi sem engin kann lengur skil á, síst að öllu ráðherra félagsmála í eins og sést í nýlegri blaðagrein.
Ef stjórnmálamenn í Þýskalandi myndu láta sér detta í hug að breyta krankenkassa kerfinu sínu í anda íslensku snilldarinnar yrðu þeir umsvifalaust sendir til starfa á öskuhaugum stórborganna eða jafnvel til hins neðra.
Við sem höfum skilvíslega greitt iðgjald þessara trygginga frá sextán ára aldri og eigum eignarrétt á bótum samkvæmt Stjórnarskrá, krefjumst þess að þessu fikti stjórnmálamanna með grundvallarréttindi fólksins í landinu ljúki hið bráðasta.
Félagsmálaráðherra, Arnarhóls strákar og stelpur, endurreisið skiljanlegt tryggingarkerfi, þar sem fólk fær þær bætur sem iðgjöld voru greidd fyrir.
Sértækar bætur til þeirra sem á þurfa að halda eiga að fjármagnast frá skattakerfinu en ekki með réttindaskerðingum annarra tryggingartaka.
Þá þarf ekki margar rándýrar stofnannir til að sjá um málin, starfsmenn munu skilja kerfið og kannski við hin venjulegir landsmenn, sem erum lögum samkvæmt tryggingartakar.
Vinstri flokkarnir höfðu í frammi mikið pólitískt væl, oftast af miklum sannfæringar krafti síðustu tvo áratugi vegna skerðingar í tryggingar og skattkerfinu og skattaáþjánar eldri borgara af hálfu hægri aflanna.
Þeir fóru meira að segja í kosningabaráttu nú 2009 undir gunnfána velferðakerfisins sem Alþýðuflokkurinn með aðstoð Framsóknarflokks veifuðu til góðs fyrir landsmenn allt fram til þess að menn hættu að skilgreina kerfið á grundvelli tryggingarkerfis sem fjármagnast af iðgjöldum tryggingartaka.
En hvað ber við nú þegar völd og ábirgð eru í þeirra höndum?. (eiginlega líka í mínum höndum þar sem kaus annan stjórnarflokkinn).
Er gunnfáninn kominn í hálfa stöng eða að fullu feldur niður með stöng og öllu samann ?.
Hvað veit ég, ekki er ég upplýstur.
Allavega er mér að orðið ljóst að fjórflokkarnir verða að koma sér upp skólum, hver um sig, til að kenna væntanlegum fulltrúum fulltrúalýðræðisins, sannleiksást, þ.e. láta af allri lygi og skrúðmælgi í störfum sínum. En ekki síst að standa við orð og staðhæfingar þegar á hólminn er komið.
Að lokum hvet ég alla til að lesa grein Bjarna Þórðarsonar tryggingarstærðfræðings "Er unnt að skattpína eldri borgara enn meir", sem rituð var í Morgunblaðið 1. maí. síðastliðinn.
Greinin er eina sanna stöðumat þrælpíndrar stéttar á þeim baráttudegi.
Stéttinni tilheyra eldri borgarar, sem byggðu þá varnarmúra fyrir samfélagið sem best munu duga í núverandi kreppu, sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda -orkulinda, gróðurmoldar og sjávar- til sóknar til jákvæðrar efnahagsstöðu á ný í samfélagi þjóða.
Hafi Bjarni miklar þakkir fyrir löngu tímabærar athugasemdir um það eignarnám sem stjórnvöld hefur í frammi við eldri borgara, en sem reyndar nú hefur snúist upp í hreinan þjófnað.
Tæknileg atriði nýjustu skerðingartíðinda birtast í næstu greiFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.