Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Mafíósa aðferðir í ríkisfjármálum.
Stjórnmálastéttin seilist en og aftur í tryggingarsjóð okkar með svo hræðilegum aðferðum að helst má líkja við aðferðafræði mafíósa.
Allir lífeyrissjóðirnir töpuðu á fjárfestingum sínum á síðasta ári. Mismiklu þó.
Fæstir eiga eignir til að standa að fullu undir lífeyrisskuldbindingum í framtíðinni.
Lífeyrisþegar geta haft 99 þúsund kr. í fjármagnstekjur á ári án þess að það skerði lífeyri almanna trygginga. Vextir umfram það skerða lífeyrisgreiðslur að fullu, í stað 50% áður.
Á árinu 2008 náðust fram miklar réttarbætur til handa öldruðum og öryrkjum sem nú hafa flestar hafa verið teknar til baka 01.07.2009 með lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum".
Grunnlífeyrir vegna lífeyrissjóðstekna vori meðal annars núllaður, eins fram kemur hér að ofan og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar verður lækkað.
Af hverju segir sómakær félagsmálaráðherra ekki af sér þegar hurðum er skellt á nef hans, er hann kannski ekki sómakær eða bara hreinn og beinn vandamálasmiður eins flestir íslenskir stjórnmálamenn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.