Fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Bankakerfið í vanda vegna plásleysis í penningageymslum.
Já manni minn mörg eru vandamál á ráðherraborðum.
Kerfið gengur þá fyrst upp að leigugjaldi peninga bankanna sé stillt í hóf í grænum hvelli og þá sé farin Japanska leiðin í stað þess að horfa í laupnir sér og hafa yndi af heimatilbúnum vandamálum og atvinnuleysi.
Frétt í Fréttablaði í dag.
Sér ekki hvernig kerfið gangi upp bankamálum.
Innstæður í bönkum hafa aukist mikið frá því fyrir hrun og eru nú um tvö þúsund milljarðar króna.
"Það má lýsa þessu þannig að bankarnir eru stútfullir af peningum," segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
Gylfi segir að óhætt sé að hvetja fólk til fjárfestinga, sérstaklega ef það snýst um innlenda vöru.
Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að fólk og fyrirtæki kjósi fremur að spara en eyða og því aukist innstæður hratt.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir það áhyggjuefni að fjármagn sem til er fari ekki í fjárfestingar. "Peningamálastefnan á að skila því að háir vextir haldi peningum í landinu en af því að þeir eru svo háir eru þeir bara á bankabókunum. Ég fæ ekki séð hvernig bankakerfið getur gengið upp við þessar aðstæður."- vsp / sjá síðu 6
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.8.2009 kl. 16:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.