Miðvikudagur, 30. september 2009
Vinnubrögð ríkisbanka, engin myrkraverk en dagljós heiðarleiki !.
Semsagt allt hjúpað dagljósum heiðarleika.
29. sep. 2009 - 13:00
Stjórnarmaður í Kaupþingi: Eftir að ríkið eignaðist bankann fara allir heim klukkan fjögur
Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hrl.
Jóhannes Rúnar Jóhannsson, stjórnarmaður í Nýja Kaupþingi af hálfu skilanefndar bankans, segir að eftir að ríkið hafi eignast bankann fari allir starfsmennirnir heim til sín klukkan fjögur á daginn. Það útskýri tómar aðalstöðvar hússins eftir fjögur.Í danska tímaritinu Lögfræðingnum" segir af Jóhannesi og hvernig saga hans sé í raun dæmigerð fyrir Ísland. Hann hafi verið lögfræðingur í Kaupþingi til ársins 2007, þá horfið á braut en snúi nú aftur sem einn af fulltrúum skilanefndar bankans og sitji nú í stjórn hans. Jóhannes segir að þegar hann líti tilbaka sjái hann að ekki hafi verið allt sem sýndist í íslensku efnahagslífi. Svo segir í tímaritinu:
Hann hittir okkur í tilkomumiklum, en galtómum höfuðstöðvum Kaupþings í miðbæ Reykjavíkur. Við erum steinsnar frá ströndinni. Það er arkitektahönnun í gleri og steini, útsýni til fjallanna og dönsk hönnun. En ekkert fólk er á göngunum - og það er mikil þögn.
Eftir að ríkið eignaðist bankann fara allir heim klukkan fjögur, segir Jóhannes."
Að fá ný verkefni var áður erfitt fyrir nýjar lögfræðistofur. Það var lítil hreyfing á hlutum og flestir keyptu þjónustu af þekktum lögfræðingum. Nú eru allir á höttunum eftir góðum lögfræðingi. Þú getur því alveg sagt að lögfræðingarnir græði á kreppunni, á sinn hátt."
Greininni lýkur með þessum orðum Jóhannesar:
Í dag eru um 20.000 manns án atvinnu á Íslandi, flestir í byggingar- og bankageirunum, en maður finnur tæplega lögfræðing í dag sem ekki getur fundið sér vinnu."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.