Vinnubrögð ríkisbanka, engin myrkraverk en dagljós heiðarleiki !.

Stórfengilegt viðtal við skilanefndarmann og fyrrum starfsmann Kaupþings í dönsku blaði um lákúru ríkisbankanna, ekkert unnið á kvöldin eins og og áður þegar myrkraverkin voru unnin.
Semsagt allt hjúpað dagljósum heiðarleika.


358864325_3946ccce1229196302_jpgbb_916422.jpg


29. sep. 2009 - 13:00

Stjórnarmaður í Kaupþingi: Eftir að ríkið eignaðist bankann fara allir heim klukkan fjögur

Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hrl.

Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hrl.

Jóhannes Rúnar Jóhannsson, stjórnarmaður í Nýja Kaupþingi af hálfu skilanefndar bankans, segir að eftir að ríkið hafi eignast bankann fari allir starfsmennirnir heim til sín klukkan fjögur á daginn. Það útskýri tómar aðalstöðvar hússins eftir fjögur.

Í danska tímaritinu „Lögfræðingnum" segir af Jóhannesi og hvernig saga hans sé í raun dæmigerð fyrir Ísland. Hann hafi verið lögfræðingur í Kaupþingi til ársins 2007, þá horfið á braut en snúi nú aftur sem einn af fulltrúum skilanefndar bankans og sitji nú í stjórn hans. Jóhannes segir að þegar hann líti tilbaka sjái hann að ekki hafi verið allt sem sýndist í íslensku efnahagslífi. Svo segir í tímaritinu:

„Hann hittir okkur í tilkomumiklum, en galtómum höfuðstöðvum Kaupþings í miðbæ Reykjavíkur. Við erum steinsnar frá ströndinni. Það er arkitektahönnun í gleri og steini, útsýni til fjallanna og dönsk hönnun. En ekkert fólk er á göngunum - og það er mikil þögn.

Eftir að ríkið eignaðist bankann fara allir heim klukkan fjögur, segir Jóhannes."

Jóhannes segir að ný veröld hafi opnast fyrir lögfræðinga á Íslandi í kjölfar bankahrunsins og efnahagskreppunnar. Áður hafi verið nóg að gera fyrir stóru fyrirtækin en svo hafi allt hrunið, viðskiptavinirnir orðið gjaldþrota og útlitið svart.

„Að fá ný verkefni var áður erfitt fyrir nýjar lögfræðistofur. Það var lítil hreyfing á hlutum og flestir keyptu þjónustu af þekktum lögfræðingum. Nú eru allir á höttunum eftir góðum lögfræðingi. Þú getur því alveg sagt að lögfræðingarnir græði á kreppunni, á sinn hátt."

Greininni lýkur með þessum orðum Jóhannesar:

„Í dag eru um 20.000 manns án atvinnu á Íslandi, flestir í byggingar- og bankageirunum, en maður finnur tæplega lögfræðing í dag sem ekki getur fundið sér vinnu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband