Föstudagur, 2. október 2009
Ástir samlyndra hjóna.
Þeim íslendingum sem nenna að hugsa er vel ljóst að aðal kreppuvaldurinn var verkstjórnarvandi stjórnvalda sem hafði verið mjög langvarandi og byggðist sjáanlega á kenndinni "kringlótt vömb" ef ég skil Guðberg rétt í "Ástum samlyndra hjóna", og sjáanlega er hann enn mikill því sömu gömlu súru og mygluðu bjargráðin eru dregin fram úr fortíðargeymslum stjórnarráðsins.
Skattahækkun og niðurskurður, því forðageymslurnar voru ekki innhlaðnar á alsnægtatíma.
Nauðþurftir þjóðarinnar eru sjáanlega ekki forgangsmál því framtíðar skuldir heimilanna eru hækkaðar með vísitölusvipunni um10 miljarða fyrir 3 miljarða árs tekjuauka fyrir Arnarhválsgeymsluna.
Við erum öll lent í þessu sagði landsfaðirinn Steingrímur, gjörið svo vel, haldið bara áfram að borga og brosa.
Enn virðist þessi hagspeki í algleymi, sennilega vegna þess AGS ætlar að tryggja að allar óreiðuskuldirnar við erlendar bankastofnannir verði greiddar upp á næstu þrem árum og það hafi algjöran forgang.
Verst er að upplifa svo berlega, að hagfræðin er í ótrúlega nánum skyldleika við andaglasið og að stjórnvöld hafa ekkert gagn haft af þeirra fræðum og því síður af reynslunni eins og raun ber vitni.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.