Aftur til æskuára ?.

Niðurskurður og ofurskattlagning færir íslenska þjóð aftur að sama ástandi og var á eftirstríðsárum þegar mamma sendi migí Pallabúð með skömmtunarseðla til að kaupa sykur í baksturinn. Sendið AGS liðið heim til USA með fyrstu vél og brettum sjálf upp ermar. það er eina leiðin til bjargar þessari þjóð.

Icesave gullnáma Landsbanka orðin myllusteinn næstu kynslóða, þökk sé engum þeim sem þar að komu .

Það fólst í hroðvirkni við gerð neyðarlaganna í október 2008 að allar innistæður í íslenskum bönkum væru tryggðar  af ríkisjóði okkar. Forystu um setningu laganna höfðu Geir og Ingibjörg.

Lok, lok og læst, og ekki var aftur snúið, sama hvað mikið er vælt og stunið.

Hroðalega samningsniðurstaða í Icesave-málinu er afleiðing laganna og óstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, þess vegna er eitt víst: stjórnarandstöðuflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, ættu  að sjá sóma sinn í að í að standa undir sinni ábyrgð, eða sitja hjá og þegja.

Tilvistarkreppa íslenskra stjórnmála er m.a. sú að  talsmenn þeirra sjá ekkert annað en vandamál, tala aðeins um vandamál. Það má ætla að þá dreymi líka um vandamál. Þessir flokkar leysa engin vandamál enda þeim eðlislægt að finna þau og skilgreina, til að geta þrifist. Árið1988 var sett á verðstöðvun á opinbera geirann og í kjölfarið  komst á þjóðarsátt sem skilaði kraftaverki í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þá var það fólkið í atvinnulífinu sem tóku völdin og leysti málin, engir flækjufætur óþroskaðra embættis og stjórnmála elítu á Íslandi voru tilkallaðir sem betur fer.

"Með úrræði er ekkert spaug,

 er æðir draugur á draug.

 - Það skyldi þá vera að skyrpa í kross

 og skvetta úr koppnum á þau".

(Jóhannes)

 
Núverandi ríkisstjórn hafði enga samningsstöðu í Icesavemálinu.. Ábyrgðin á þessu klúðri er ekki hennar, heldur forvera hennar. Stjórnarandstaðan ætti því að sjá sóma sinn í hjálpa til. Eða  að hafa hægt um sig á næstunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband