Sunnudagur, 11. október 2009
Hví að einfalda mál þegar hægt er að gera það flókið?
ÖGMUNDUR Jónasson segir að Vinstri grænir séu einir til vinstri, þeir séu flokkur málefna en hinir flokkarnir flokkar hagsmuna. Sem sagt, vinstri flokkar eru flokkar málefna og hafa ekki í frammi neina
hagsmunabaráttu. Ég á erfitt með að skilja Ögmund,
því ég hef alltaf talið að í siðrænu samfélagi sé hagsmunabarátta
þeirra sem minna mega sín málefnaleg barátta sem reynslan sýnir
að hefur skilaði betri árangri fyrir þegnana um allan heim en hin blóðuga baráttuleið forgöngumanna vinstri grænna og annarra slíkra
öfgamanna mannkynssögunnar.
Ofangreindir Georgs Bjarnfreðarsonar-komplexar Ögmundar segja mér allt um hvers vegna stjórnmál og stjórnmálamenn eru í miklu gengissigi um þessar mundir þegar slíkir flækjufætur orðsins" leiða stjórnmálaumræðu í hrunadansi þjóðarinnar.
Ögmundur segir í viðtali við Morgunblaðið: Samfylkingin hefur ekki verið neinn vinstriflokkur. Hún hefur verið afar höll undir frjálshyggjuog alltof leiðitöm erlendum öflum. VG þyrfti að vera mun
ákveðnari leiðsögumaður ef við ætlum okkur að geta kallað stjórnina
vinstristjórn. En viðfangsefni okkar í VG er að leysa hinn málefnalega
ágreining. Við erum flokkur málefna og hugsjóna á meðan flestir aðrir
eru flokkar hagsmuna. Við erum vinstrið í vinstristjórninni. Þegar við
göngum til samstarfs við aðra flokka verðum við að tryggja að hugsjónir okkar fái ráðið. Það hefur verið einblínt á tæknilegar útfærslur á tæknilegum lausnum. En allt er þetta í raun stjórnmál. Hverjum er í
hag að halda vöxtum háum? Hverjum er í hag að taka hundraða milljarða gjaldeyrislán? Hverjum er í hag að skera niður með því offorsi
sem lagt er upp með að kröfu AGS? Er þetta að kröfu vinstrimanna?
Nei, þetta eru kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fulltrúa frjálshyggju
og auðmagns".
Útgefandi Morgunblaðsins sagði við ritstjórnartímamótin: Við munum áfram flytja óhlutdrægar, heiðarlegar
og sanngjarnar fréttir af öllu sem máli skiptir, eigendum Árvakurs
jafnt sem öðrum. Í þeim efnum mun ekkert breytast."
Óskar hefur svo sannarlega staðið við orð sín, það sýnir birting þessa viðtals, svo ekki sé meira sagt um ofurást sjálfstæðismanna á
Ögmundi um þessar mundir.
Þegar maður hefur fimm háskólagráður á ekki að einfalda mál
þegar hægt er að gera þau margbrotin, það segir líka allt um hans
stall miðað við aðra.
Með úrræði er ekkert spaug,
er æðir draugur á draug.
- Það skyldi þá vera að skyrpa í kross
og skvetta úr koppnum á þau.
(Jóhannes úr Kötlum.)
hagsmunabaráttu. Ég á erfitt með að skilja Ögmund,
því ég hef alltaf talið að í siðrænu samfélagi sé hagsmunabarátta
þeirra sem minna mega sín málefnaleg barátta sem reynslan sýnir
að hefur skilaði betri árangri fyrir þegnana um allan heim en hin blóðuga baráttuleið forgöngumanna vinstri grænna og annarra slíkra
öfgamanna mannkynssögunnar.
Ofangreindir Georgs Bjarnfreðarsonar-komplexar Ögmundar segja mér allt um hvers vegna stjórnmál og stjórnmálamenn eru í miklu gengissigi um þessar mundir þegar slíkir flækjufætur orðsins" leiða stjórnmálaumræðu í hrunadansi þjóðarinnar.
Ögmundur segir í viðtali við Morgunblaðið: Samfylkingin hefur ekki verið neinn vinstriflokkur. Hún hefur verið afar höll undir frjálshyggjuog alltof leiðitöm erlendum öflum. VG þyrfti að vera mun
ákveðnari leiðsögumaður ef við ætlum okkur að geta kallað stjórnina
vinstristjórn. En viðfangsefni okkar í VG er að leysa hinn málefnalega
ágreining. Við erum flokkur málefna og hugsjóna á meðan flestir aðrir
eru flokkar hagsmuna. Við erum vinstrið í vinstristjórninni. Þegar við
göngum til samstarfs við aðra flokka verðum við að tryggja að hugsjónir okkar fái ráðið. Það hefur verið einblínt á tæknilegar útfærslur á tæknilegum lausnum. En allt er þetta í raun stjórnmál. Hverjum er í
hag að halda vöxtum háum? Hverjum er í hag að taka hundraða milljarða gjaldeyrislán? Hverjum er í hag að skera niður með því offorsi
sem lagt er upp með að kröfu AGS? Er þetta að kröfu vinstrimanna?
Nei, þetta eru kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fulltrúa frjálshyggju
og auðmagns".
Útgefandi Morgunblaðsins sagði við ritstjórnartímamótin: Við munum áfram flytja óhlutdrægar, heiðarlegar
og sanngjarnar fréttir af öllu sem máli skiptir, eigendum Árvakurs
jafnt sem öðrum. Í þeim efnum mun ekkert breytast."
Óskar hefur svo sannarlega staðið við orð sín, það sýnir birting þessa viðtals, svo ekki sé meira sagt um ofurást sjálfstæðismanna á
Ögmundi um þessar mundir.
Þegar maður hefur fimm háskólagráður á ekki að einfalda mál
þegar hægt er að gera þau margbrotin, það segir líka allt um hans
stall miðað við aðra.
Með úrræði er ekkert spaug,
er æðir draugur á draug.
- Það skyldi þá vera að skyrpa í kross
og skvetta úr koppnum á þau.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.